Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Ábóti er yfirmaður í kristnu munkaklaustri. Heitið er dregið af arameíska orðinu abba sem þýðir faðir. Ábótinn er valin af munkum klaustursins og er vígður til embættisins.
Upphaflega var ábóti heiðurstitill sem gefinn var öllum eldri munkum. Frá 5 öld kemst ný regla á klausturstarfsemina og yfirmenn klaustranna fá þá aukin völd og geta krafist algjörrar hlýðni af munkunum. Frá þeim tíma er titill yfirmannanna ábóti. Það er þó ekki fyrr en á 6 öld sem þess er krafist að ábótar séu prestvígðir. Sjöunda ökumeníska kirkjuþingið (í Nicæa, 787) veitti þeim rétt að vígja munka sem lesara innan klausturs síns, en það var ein af hinum lægri kirkjulegu vígslum.[1] Ábóti er ætíð undirmaður biskups.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.