Algebra eða merkjamálsfræði, er grein innan stærðfræðinnar sem snýst, í stuttu máli, um óþekktar stærðir og úrvinnslu úr þeim. Orðið er komið úr arabísku, en þetta er stytting á nafni rits eftir Al-Khwarizmi er hét Kitab al-mukhtasar fi Hisab Al-Jabr wa-al-Moghabalah sem þýðir Bók samantektar varðandi útreikning með hjálp tilfærslu og einföldunar; en orðið Al-Jabr (الىابر) þýðir einföldun eða smækkun.

Thumb
Síða úr Kitab al-mukhtasar fi Hisab Al-Jabr wa-al-Moghabalah.

Algebra er frábrugðin talnareikningi fyrst og fremst í því að hún er almennari og fjölbreyttari. Henni má skipta í fimm meginflokka:

  • einföld algebra - þar sem að eiginleikar aðgerða á rauntölukerfinu eru skráðar, tákn eru notuð sem "hólf" fyrir fasta jafnt sem breytur, og reglur varðandi stærðfræðilegar yrðingar og jöfnur sem nota þessi tákn eru rannsökuð.
  • hrein algebra - þar sem að algebruleg fyrirbæri á borð við grúpur, bauga, og svið eru sett fram og rannsökuð á kerfisbundinn máta.
  • línuleg algebra - þar sem að sértæk einkenni vigurrúma eru grandskoðuð.
  • allsherjaralgebra - þar sem að þau einkenni sem eiga við um öll algebruleg mynstur eru rannsökuð
  • tölvualgebra - þar sem að reikniritum fyrir táknræna meðhöndlun stærðfræðilegra mynstra er safnað saman

Tengt efni

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.