From Wikipedia, the free encyclopedia
Aljútaeyjar (enska: Aleutian islands, Tanam Unangaaeru á aleut-tungu og ef til vill komið úr tjúktísku af aliat, sem þýðir „eyja“) er röð 14 eldfjallaeyja og 55 smærri eyja sem mynda eyjahrygg í norður-Kyrrahafi og ná um 1900 km vestur frá vestasta hluta Alaska að Kamsjatkaskaga. Mestur hluti hryggsins telst til bandaríska fylkisins Alaska en allra vestasti hlutinn tilheyrir Rússlandi. Eyjarnar mynda hluta af Eldhringnum í Kyrrahafi og marka skil Kyrrahafs og Beringshafs. Eyjarnar má skilgreina bæði sem hluta Norður-Ameríku og Asíu. Þær eru um 17,7 ferkílómetrar að stærð. Íbúar eyjaklasans voru um 8000 manns árið 2000. Fyrir 1867 voru eyjarnar þekktar sem Katrínar-eyjaklasinn þegar Rússar voru þar áhrifamiklir. Í seinni heimstyrjöld réðust Japanir á eyjarnar Attu og Kiska og héldu þeim í rúmt ár.
Aljútaeyjar skiptast í 4 eyjaklasa:
57 eldfjöll eru á eyjunum. Hæsta fjallið er Makushi-eldfjallið á Unalaska-eyju. Fuglalíf er ríkulegt á eyjunum en spendýr eins og nautgripir, hreindýr og refir hafa verið flutt inn af mönnum. Sárafá tré eru á eyjunum en þau vaxa ekki hátt vegna sterkra vindstrengja.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.