From Wikipedia, the free encyclopedia
Agrilus planipennis er græn skartbjalla ættuð frá norðaustur Asíu sem leggst á tegundir af eskiættkvísl. Kvendýrin verpa í sprungur í berkinum á eskitrjám, og lirfurnar nærast innri berki[2][3] og verða fullþroskuð á 1 til 2 árum.[4] Á náttúrulegu útbreiðslusvæði hennar, er hún dreifð og veldur ekki alvarlegum skaða á innfæddum trjám. Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis er hún ágeng tegund og veldur miklum skaða á innfæddum asktrjáum. Mikil vinna er nú lögð í að hafa stjórn á henni með eftirliti á útbreiðslu, hafa fjölbreytileika á tegundum, skordýraeitri og með lífrænum vörnum.[5]
Agrilus planipennis | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Agrilus planipennis Fairmaire, 1888 | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Náttúruleg útbreiðsla tegundarinnar er í tempruðu belti norðaustur Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Mongólíu, norður Kína, Japan, og Kóreu.[6][7]
Í Norður-Ameríku er útbreiðslan aðallega í Michigan og nágerenni, en nær norður í Ontario, suður til norður Louisiana, vestur í Colorado, og austur til Massachusetts [8] Í Norður-Evrópu hefur hún fundist í Moskvu í Rússlandi 2003.[7] Frá 2003 til 2016, hefur útbreiðslan farið 40 km á ári vestur að Svíþjóð og mun líklega ná Mið-Evrópu 2031 og 2036.[9][10][7]
Í náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu er hún einungis hvimleitt meindýr á innfæddum trjám, þar sem þéttleikinn verður ekki banvænn heilbrigðum trjám.[11] Í Kína sýkir hún innfædda F. chinensis, F. mandshurica, og F. rhynchophylla; í Japan sýkir hún F. japonica og F. lanuginosa.[7]
Þær tegundir sem hún veldur miklum skaða á eru í Norður-Ameríku eru: Fraxinus pennsylvanica, Fraxinus nigra, Fraxinus americana og Fraxinus quadrangulata.[12] Í Evrópu er það Fraxinus excelsior .[7]
Leitað var af náttúrulegum óvinum sem eru sérhæfðir á Agrilus planipennis og láta aðrar skordýrategundir í friði, til notkunar í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir frá Kína hafa verið samþykktar af USDA 2007 og í Kanada 2013: Spathius agrili, Tetrastichus planipennisi, og Oobius agrili, auk þess sem Spathius galinae var samþykkt 2015.[13][14] Fyrir utan Spathius galinae, sem aðeins nýlega hefur verið sleppt, hinar þrjár tegundirnar hafa fundist að sníkja á Agrilus planipennis ári eftir sleppingu, sem bendir til að hafa lifað af veturinn, en lifun hefur verið breytileg eftir tegundum og staðsetningu[14]
USDA hefur einnig verið að meta notkun á Beauveria bassiana, sníkjusvepp á skordýrum með sníkjuvespunum, til að halda Agrilus planipennis niðri.[15]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.