From Wikipedia, the free encyclopedia
Aden er hafnarborg í Jemen. Borgin stendur á eiði við Adenflóa um 70 km austan við Bab-el-Mandeb þar sem siglt er inn í Rauðahafið. Íbúar eru um 800 þúsund. Höfnin í Aden er gígur kulnaðs eldfjalls. Bretar lögðu borgina undir sig árið 1839 þar sem hún var mikilvæg bækistöð á sjóleiðinni til Indlands. Borgin var undir stjórn Breska Indlands til 1937 þegar hún varð höfuðborg Adennýlendunnar. Adenkreppan hófst með uppreisn gegn bresku nýlenduherrunum árið 1963. Nýlendan varð sjálfstæð sem Alþýðulýðveldið Suður-Jemen árið 1967 með Aden sem höfuðborg. Þegar Suður-Jemen sameinaðist Norður-Jemen árið 1990 varð Aden höfuðstaður Adenumdæmis.
Í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í Jemen frá 2015 hefur Aden lengst af verið aðsetur stjórnar Abdrabbuh Mansur Hadi forseta á meðan höfuðborgin Sana er í höndum uppreisnarhers Húta. Í ágúst árið 2019 tókst Umbreytingaráði suðursins, sveitum aðskilnaðarsinna sem vilja aukið sjálfræði í suðurhluta Jemens, hins vegar að hertaka borgina og hrekja stjórnarherinn burt úr henni.[1][2][3] Borgin er enn í höndum aðskilnaðarsinnanna.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.