From Wikipedia, the free encyclopedia
Keppni hófst í fyrsta skipti í 2. deild karla í knattspyrnu árið 1955. Fjögur lið tóku þátt í þessu fyrsta móti í 2. deild, lið frá Akureyri (ÍBA), Ísafirði (ÍBÍ), Vestmannaeyjum (ÍBV) og Suðurnesjum (Reynir) en hið síðast nefnda var skipað leikmönnum úr Sandgerði og starfsmönnum Keflavíkurflugvallar.
ÍBA vann þetta fyrsta mót eftir úrslitaleik við Reyni, en leikið var í tveimur riðlum
Í Norðurlandsriðlinum léku lið ÍBA og ÍBÍ.
Í Suðurlandsriðlinum léku lið ÍBV og Reynis, en Reynisliðið var samsett af leikmönnum úr Sandgerði og af Keflavíkurflugvelli. Leikurinn var spilaður tvisvar, þar sem fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.[1]
Úrslitaleikurinn var leikinn hinn 23. ágúst 1955 á milli Suðurnesjaliðsins Reynis og ÍBA. Akureyringar unnu leiknin 2-1 með mörkum frá Ragnari Sigtryggssyni og Baldri Árnasyni, en Vilberg Árnason skoraði fyrir Suðurnesjamenn.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.