From Wikipedia, the free encyclopedia
Þorlákur Narfason (d. 15. mars 1303) var íslenskur lögmaður og riddari á 13. öld. Hann bjó á Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu.
Þorlákur var af ætt Skarðverja, sonur Narfa Snorrasonar prests á Kolbeinsstöðum og Valgerðar Ketilsdóttur konu hans og eldri bróðir þeirra Þórðar og Snorra Narfasona. Segir í Árna sögu biskups að þeir bræður hafi allir verið vitrir menn og vel mannaðir. Þorlákur var lögmaður norðan og vestan, fyrst 1290-1291, þá 1293-1295 og síðast 1298-1299. Annálar geta oft um ferðir hans til og frá landinu í tengslum við baráttu Íslendinga fyrir réttarbótum og hann andaðist í Konungahellu í Noregi.
Kona Þorláks var Helga dóttir Nikulásar Oddssonar í Kalmanstungu, sem verið hafði einn helsti kappinn í liði Þórðar kakala. Einn sona þeirra var Ketill Þorláksson hirðstjóri.
Fyrirrennari: Erlendur Ólafsson sterki |
|
Eftirmaður: Sigurður Guðmundsson | |||
Fyrirrennari: Sigurður Guðmundsson |
|
Eftirmaður: Þórður Narfason | |||
Fyrirrennari: Þórður Narfason |
|
Eftirmaður: Þórður Narfason |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.