From Wikipedia, the free encyclopedia
Þeókrítos (forngrísku Θεόκριτος) var forngrískt skáld og upphafsmaður hjarðkvæða („búkólísks“ kveðskapar). Hann var uppi snemma á 3. öld f.Kr.
Lítið er vitað um Þeókrítos umfram það það sem lesið verður út úr kveðskap hans, og því verður að draga allar ályktanir um ævi hans með nokkrum fyrirvara. Enn fremur hafa fræðimenn dregið í efa að sum þeirra kvæða sem honum eru eignuð séu ósvikin.
Líklega var Þeókrítos frá Sikiley en sú ályktun byggir á því að Þeókrítos vísar til Pólýfemosar, kýklópans úr Ódysseifskviðu, sem samlanda síns. Sumir telja að hann hafi einnig búið í Alexandríu um hríð.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.