Ólympsfjall
From Wikipedia, the free encyclopedia
Ólympsfjall | |
Hæð | 2,919 metrar yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Grikkland |
Fjallgarður | Enginn |
Ólympsfjall (gríska: Όλυμπος Olympos) er hæsta fjall Grikklands, 2.917 metra hátt, það er heimili guðanna í grískri goðafræði. Hæsti tindur þess heitir Mitikas, sem þýðir „nef“ á grísku.
Ólympsfjall er þekkt fyrir fjölskrúðuga flóru sína, ef til vill þá fjölskrúðugustu í Evrópu, með nokkrum einlendum tegundum.
Í grískri goðafræði er Ólympsfjall aðsetur Ólympsguðanna tólf, aðalguðanna í grískri goðafræði. Grikkir hugsuðu sér að þar væru kristalshallir þar sem guðirnir byggju, m.a. Seifur.
Orðsifjar og merking nafnsins Ólympos eru óþekktar og hugsanlega er uppruni nafnsins ekki indóevrópskur.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.