From Wikipedia, the free encyclopedia
Íslandshreyfingin – lifandi land var íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður vorið 2007, sem lagði höfuðáherslu á umhverfisvernd en kenndi sig einnig við frjálslyndisstefnu. Formaður (til bráðabirgða) var Ómar Ragnarsson og varaformaður Margrét Sverrisdóttir. Að flokknum kom einnig Jakob Frímann Magnússon og Ósk Vilhjálmsdóttir. Flokkurinn fékk 5.953 atkvæði, 3,3% fylgi, í Alþingiskosningum 2007 og engan mann kjörinn. Flokkurinn var á fyrri hluta árs 2009 sameinaður Samfylkingunni þar sem flokkurinn taldi að erfitt yrði að ná yfir 5% múrinn sem flokkar verða að ná í kosningum til að fá jöfnunarmann. Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna í mars 2009, nokkrum dögum eftir að tilkynnt hafði verið um framboð hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Íslandshreyfingin varð þar með fimmti flokkurinn sem hefur gengið í Samfylkinguna. [1][2][3][4][5][6][7]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.