Áráttu-þráhyggjuröskun
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Áráttu-þráhyggjuröskun (enska: obsessive-compulsive disorder, skammstafað OCD) er kvíðaröskun sem felur í sér endurteknar og óvelkomnar hugsanir, hugmyndir og „huglægar myndir“, sem valda kvíða, streitu og öðrum óþægindum. Hugsanirnar og hugmyndirnar valda því að einstaklingurinn fer að hegða sér á einhvern óeðlilegan hátt til að forðast það að það sem felist í hugsununum eða hugmyndunum geti orðið að veruleika.
Áráttu-þráhyggjuröskun felur í sér endurteknar hugsanir, hugmyndir og „huglægar myndir“ (e. mental images) sem valda streitu og óþægindum og „troða“ sér upp á einstaklinginn. Þessar hugsanir og hugmyndir eru kallaðar þráhyggjur. Þeir sem upplifa þráhyggjurnar gera sér yfirleitt grein fyrir því að þær eru óraunhæfar en geta einfaldlega ekki barist á móti þeim, og það að berjast á móti þeim getur jafnvel gert hlutina enn þá verri, því að þá eiga þráhyggjurnar það til að koma frekar fram - vegna þess, að það að reyna að hugsa ekki um eitthvað felur í sér að hugsa um það sama. Oft eykur það á alvarleika þráhyggjunnar að hún tengist einhverju sem einstaklingnum finnst skammarlegt, dæmi um það er mjög trúaður einstaklingur sem finnur hjá sér hvöt til að endurtaka blótsyrði. Afleiðing þráhyggjanna er það sem kallað er árátta, en árátta er hegðun eða hugsun, sem ætlað er að sporna gegn því að þráhyggjurnar verði að veruleika. Sé áráttuhegðunin ekki framkvæmd, veldur það miklum kvíða. Árátta getur snúist upp í "ritual" og finnst viðkomandi þá að hann þurfi að framkvæma áráttuhegðunina í ákveðinn fjölda skipta og á ákveðinn hátt svo ekkert fari úrskeiðis, en annars getur hann þurft að byrja að nýju. Einnig getur þróast fyrirbæri sem lýsir sér þannig að ákveðnar tölur eru „góðar“ og aðrar „slæmar“, verður þá að endurtaka ákveðnar athafnir í ákveðinn fjölda skipta - fjöldinn er jafn einhverri af „góðu“ tölunum.
Algeng þráhyggja felur í sér hugsanir um sýkla og hreinlæti. Áráttan felst þá í hreinsandi hegðun, svo sem að þvo sér um hendurnar í hvert sinn sem sá sem af röskuninni þjáist telur sig hafa komist í færi við sýkla. Hegðun sem þessi getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mörg dæmi eru um að hegðun fólks sem hefur fundið til þessarar hvatar, að þvo sér í sífellu um hendurnar, hafi gengið út í öfgar þannig að það hefur þvegið sér þangað til skinnið eyddist og einungis bert kjötið var eftir. Þrátt fyrir að hlutir sem slíkir gerist hættir fólk sjaldnast athæfinu og heldur áfram að þvo sér.
Algengast er að árátta feli einnig í sér þráhyggju en þó eru til tilfelli þar sem ekki er um þráhyggju að ræða. Þá getur þráhyggja verið til staðar án verulegrar áráttu. Kvíði er oft vanmetinn þáttur í áráttu- og þráhyggjuröskun. Og oft er erfitt að greina á milli áráttu og þráhyggju og kvíða. Oft kemur í ljós í greiningarferli að kvíði stjórnar áráttum og viðheldur hegðun.
Þráhyggja er þannig skilgreind:
Árátta eins og hún er skilgreind:
Viðkomandi þarf að hafa einkenni áráttu tengd þráhyggju í nokkurn tíma til að geta talist hafa áráttu-þráhyggjuröskun.
Áráttu-þráhyggjuröskun hefur áhrif á tvo til þrjá einstaklinga af hverjum 100. Algengast er að einkenni komi fyrst fram í bernsku eða á unglingsárum.
Í ljós hefur komið að áráttu-þráhyggjuröskun á sér líkamlegar rætur, en um er að ræða skort á serótóníni á ákveðnum stöðum í heilanum. Ákveðin þunglyndislyf hafa reynst vel til að minnka þráhyggjur og á sama tíma vinna á þunglyndi einstaklingsins, ef það er til staðar, en oftast er lyfjum beitt á sama tíma og sálfræðimeðferð. Atferlismeðferð - sem er oftast notuð sem sálfræðimeðferð í tilvikum áráttu-þráhyggjuröskunar - getur minnkað áráttuhegðun en hefur ekki jafn mikil áhrif þegar kemur að því að minnka þráhyggjuhugsanir. Það að blanda saman lyfjameðferð og sálfræðimeðferð hefur reynst skila einna bestum árangri. Einnig hefur listmeðferð haft mikil áhrif og oft skilað miklum árangri. Sérstaklega á það við um yngri einstaklinga, sem oft eiga erfitt með að útskýra líðan sína með orðum.
Batahorfur eru mjög góðar; um 70-80% þeirra sem greinast með áráttu-þráhyggjuröskun fá góðan eða fullan bata eftir um 10-12 vikna meðferð.
Algengt að röskunin taki sig upp aftur, svo sem þegar einstaklingurinn er undir streitu. Til að hamla því að röskunin taki sig upp aftur, þá getur verið nauðsynlegt að einstaklingurinn breyti matarræði, hreyfi sig meira, taki vítamín og stundi slökun. Einnig getur verið gagnlegt að læra nýjar aðferðir til að takast á við streitu. Góður og reglulegur svefn er einnig höfuðatriði. Sé heilbrigt líferni stundað (sbr. hér að framan), þá er mjög líklegt að viðkomandi geti lífað góðu og eðlilegu lífi.
Áráttu-þráhyggjuröskun er talin vera ættgeng að einhverju leyti.
Þunglyndi og aðrar raskanir geta ýtt undir þráhyggjur, hvort sem þær hafi verið til staðar eða ekki. Einnig getur þunglyndi og aðrar raskanir orðið til út frá áráttu-þráhyggjuröskun. Mikið álag og/ eða áfall getur sett af stað ferli sem leiðir til áráttu -þráhyggjuröskunar.
Þeir sem hafa það sem kalla má fullkomnunarpersónuleika virðast líklegri til að þróa með sér áráttu-þráhyggjuröskun. Þannig einstaklingar eru samviskusamir, hafa miklar áhyggjur af því að víkja frá hinum almennu reglum samfélagsins og setja sjálfum sér og öðrum miklar kröfur. Það getur verið að í sumum tilfellum hafi þessir einstaklingar ekki náð að uppfylla eigin kröfur og viðmið og að þeir yfirfæri þær því á eitthvað ákveðið. Á hinn bóginn eru ekki nándar allir þeir sem þjást af áráttu fullkomnunarsinnar. Auk þess er líklegra að fullkomnunarsinnar þjáist af þunglyndi en áráttu.
Margir sálfræðingar og geðlæknar mæla með eftirfarandi bókum fyrir þá sem þjást af áráttu-þráhyggjuröskun, en einnig fyrir ættingja þeirra.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.