Ættkvíslin Cupressus[1][2] er ein af nokkrum ættkvíslum í ættinni Cupressaceae. Tegundin hefur á íslensku einnig verið nefnd kýpressa, kýpris, kýprus, sýpres, sýpress, sýpressa og sýpris, gjarnan með viðskeytinu -viður eða -tré.[3] Almenna heitið kemur úr fornfrönsku: cipres og þaðan aftur úr latínu cyparissus, sem er latneskun á forngríska κυπάρισσος (kypárissos).[4] Á flestum Evrópskum tungumálum á almenna heiti tegundarinnar rætur að rekja til forngrísku. Nafnið tengist sögninni um Kyparissos, einum elskhuga Apollons sem drap uppáhaldshjört Appolons og var breytt í sýprus. Forn-Grikkir trúðu að sýprustré væru helguð gyðjunni Artemis.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tegundir ...
Sýprus
Thumb
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Cupressus
L.
Tegundir

Sjá texta

Loka

Nytjar

Margar tegundir eru ræktaðar sem prýðistré í almenningsgörðum, og í Asíu kring um hof; á sumum svæðum er erfitt að meta náttúrulega útbreiðslu vegna víðtækrar ræktunar. Nokkrar tegundir eru ræktaðar vegna timbursins, sem getur verið mjög endingargott.

Tegundir

Fjöldi viðurkenndra tegunda er mjög breytilegur, frá 16 til 25 eða meira eftir því hvaða heimildum er farið eftir, vegna þess að flestir stofnarnir eru smáir og einangraðir, og hvort þeir eigi að fá að vera tegund eða undirtegund eða afbrigði er erfitt að fastslá. Núverandi skoðun er sú að viðurkenndar tegundir eigi að vera færri heldur en fleiri; þegar þrengri greining á tegundum er notuð, eru afbrigðin hér á listanum sjálfstæðar tegundir. Sjá einnig nýjaheimstegundir (að neðan) um líklega breytingu á stöðu ættkvíslarinnar í framtíðinni.

Gamlaheimstegundir

Gamlaheims-sýprus eru frekar með fleiri köngulskeljar (8–14 köngulskeljar, sjaldan 6 hjá C. funebris), hver köngulskel með stuttan breiðan bakka, ekki tein. C. sempervirens er einkennistegund ættkvíslarinnar Cupressus.

Nýjaheimstegundir

Thumb
Cupressus lusitanica barr og könglar

Nýjaheims-sýprusar eiga frekar til að vera með köngla með færri köngulskeljum (4-8 köngulskeljar, sjaldan meira en C. macrocarpa), hver köngulskel með oft greinilegan mjóan tein. Nýlegar erfðarannsóknir[5] sýnir að þær eru minna skyldar gamlaheims-sýprusum en áður var haldið, eru skyldari Xanthocyparis og Juniperus heldur en afgangnum af Cupressus. Þessar tegundir hafa nýlega[6] verið fluttar í Callitropsis.

Ofnæmisvaldur

Allar tegundir í ættkvíslinni Cupressus, ásamt nýjaheims-Cupressus (nú Callitropsis), eru mjög ofnæmisvaldandi, og eru með einkunnina 10 á OPALSofnæmiskvarðanum. Í hlýju Miðjarðarhafsloftslagi losa þessar tegundir mikið magn af frjókornum í um sjö mánuði á hverju ári.[7]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.