From Wikipedia, the free encyclopedia
Vetraríþrótt er íþrótt sem er stunduð á og í snjó og ís.[1] Flestar vetraríþróttir fela í sér notkun skauta, skíða eða sleða. Áður voru þessar íþróttir bundnar við staði þar sem frost er ríkjandi yfir vetrarmánuðina, en síðustu áratugi hafa gervisnjór og skautahallir skapað möguleika til iðkunar vetraríþrótta á fleiri stöðum og yfir fleiri mánuði en áður.
Algengar einstaklingsíþróttir eru skíðaganga, alpagreinar, snjóbretti, skíðastökk, skautahlaup, listdans á skautum, magasleði, bobbsleði, skíðaratleikur og snjósleðakeppni.
Algengar hópíþróttir eru íshokkí, ringette, broomball, ísbandý og krulla. Íshokkí er vinsælasta vetrarhópíþróttin miðað við fjölda þátttakenda, en ísbandý er í öðru sæti.[2]
Vetrarólympíuleikarnir eru eitt stærsta vetraríþróttamót heims.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.