Rómverskur keisari frá 69 til 79 e.Kr From Wikipedia, the free encyclopedia
Titus Flavius Vespasianus (17. nóvember 9 – 23. júní 79), þekktur sem Vespasíanus, var keisari í Rómaveldi frá 69 til 79. Vespasíanus var fyrstur flavísku keisaranna en synir hans Títus og Domitíanus voru við völd eftir hans dag. Vespasíanus komst til valda í lok árs hinna fjögurra keisara. Stjórnartíð hans er einkum þekkt fyrir umbætur sem hann stóð fyrir að fordæmi júlísku-cládísku ættarinnar og fyrir stríð gegn Júdeu.
Vespasíanus | |
Rómverskur keisari | |
Valdatími | 69 – 79 |
---|---|
Fæddur: |
17. nóvember 9 |
Fæðingarstaður | Falacrina, við Róm |
Dáinn: |
23. júní 79 |
Dánarstaður | Róm |
Forveri | Vitellius |
Eftirmaður | Títus |
Maki/makar | Domitilla eldri Caenis |
Börn | Títus Dómitíanus Domitilla yngri |
Faðir | Titus Flavius Sabinus |
Móðir | Vespasia Polla |
Fæðingarnafn | Titus Flavius Vespasianus |
Keisaranafn | Titus Flavius Caesar Vespasianus Augustus |
Ætt | Flavíska ættin |
Tímabil | Ár keisaranna fjögurra |
Vespasíanus var hershöfðingi í rómverska hernum í stjórnartíð keisaranna Claudíusar og Nerós. Sem hershöfðingi tók hann þátt í innrás Rómverja í Bretland og hann var sendur af Neró til Júdeu til að kveða niður uppreisn gyðinga á svæðinu. Í Júdeu naut hann aðstoðar Títusar sonar síns þar sem þeir náðu á sitt vald stærstum hluta skattlandsins af uppreisnarherjunum. Áður en þeir náðu Jerúsalem á sitt vald urðu þeir þó að fresta hernaðaraðgerðum þar sem Neró hafði framið sjálfsmorð og Galba orðinn keisari. Galba var þó fljótlega myrtur af Otho sem beið svo ósigur í orrustu gegn Vitelliusi. Í kjölfarið lýstu herdeildirnar í Júdeu og Egyptalandi Vespasíanus keisara og hann náði að tryggja sér völdin eftir að hafa sigrað Vitellius í bardaga árið 69.
Fyrirrennari: Vitellius |
|
Eftirmaður: Títus |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.