Rómverskur keisari árið 69 e.Kr From Wikipedia, the free encyclopedia
Marcus Salvius Otho (28. ágúst 32 – 16. apríl 69) var rómverskur keisari frá 15. janúar til 16. apríl árið 69. Hann var annar keisarinn á ári keisaranna fjögurra.
Otho | |
Rómverskur keisari | |
Valdatími | Janúar – apríl 69 |
---|---|
Fæddur: |
28. apríl 32 |
Fæðingarstaður | Ferentium |
Dáinn: |
16. apríl 69 |
Dánarstaður | Róm |
Forveri | Galba |
Eftirmaður | Vitellius |
Maki/makar | Poppea Sabina |
Faðir | Lucius Otho |
Móðir | Terentia Albia |
Fæðingarnafn | Marcus Salvius Otho |
Keisaranafn | Marcus Salvius Otho Caesar Augustus |
Tímabil | Ár keisaranna fjögurra |
Otho var vinur Nerós keisara þegar þeir voru ungir, en vináttan endaði árið 58 þegar eiginkona Othos, Poppea Sabina, skildi við hann til þess að giftast Neró. Otho var eftir þetta skipaður landstjóri í Lucitaniu (núverandi Portúgal). Þegar Galba, landstjóri í Hispaniu Tarraconensis, gerði uppreisn gegn Neró, árið 68, varð Otho einn af fyrstu stuðningsmönnum uppreisnarinnar. Galba náði fljótlega völdum en þegar stjórn hans riðaði til falls snemma árs 69, vegna óvinsælda á meðal hermanna og öldungaráðsmanna, hætti Otho að styðja hann. Otho fékk þá lífvarðasveit keisarans í lið með sér til þess að taka völdin, og þegar Galba var drepinn 15. janúar 69 af stuðningsmanni Othos varð hann keisari.
Nokkrum dögum áður en Otho tók völdin í Róm höfðu herdeildir í Germaniu Superior hyllt Vitellius, landstjóra í skattlandinu, sem keisara. Otho vildi fresta átökum við Vitellius þangað til honum bærist liðsauki frá herdeildum við Dóná en í mars hélt Vitellius með sinn herafla til Ítalíu og hélt Otho þá af stað til að mæta honum. Herir þeirra mættust í bardaga á norður-Ítalíu og vann Vitellius afgerandi sigur. Tveimur dögum seinna, 16. apríl 69, framdi Otho sjálfsmorð og varð Vitellius keisari að honum látnum.
Fyrirrennari: Galba |
|
Eftirmaður: Vitellius |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.