Framhaldsskóli á Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Verzlunarskóli Íslands (eða Verzló eins og hann er oft kallaður) er framhaldsskóli til þriggja ára, staðsettur í Reykjavík. Skólinn var fyrst settur þann 12. október 1905 og tók til starfa um haustið sama ár. Á fyrsta starfsári hans voru 66 nemendur, en eru í dag yfir 900 talsins.
| |
Stofnaður | 1905 |
---|---|
Tegund | Einkaskóli |
Skólastjóri | Guðrún Inga Sívertsen |
Nemendur | 900 + |
Nemendafélag | NFVÍ |
Staðsetning | Ofanleiti 1 103 Reykjavík |
Gælunöfn | Verzló, Versló |
Gælunöfn nemenda | Verzlingar |
Heimasíða | verslo.is |
Hermesarstafurinn er tákn Verzlunarskóla Íslands en Hermes er guð verslunar í grískri goðafræði.
Skólinn var stofnaður af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og Kaupmannafélagi Reykjavíkur. Sumarið 1922 tók Verslunarráð Íslands að sér umsjón skólans, og hefur hann síðan verið undir yfirstjórn þess.
Skólinn útskrifaði fyrst stúdenta árið 1945, en stúdentsnámið tók þá sem lokið höfðu verslunarprófi tvö ár. Skólinn var í sex bekkjum árin 1944–1970, en árið 1971 voru tveir neðstu bekkirnir felldir niður og nemendur í staðinn teknir inn í skólann með landspróf eða gagnfræðapróf, og eftir árið 1974 samræmt grunnskólapróf.
Skólinn hefur starfað á sex stöðum í Reykjavík:
Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands (NFVÍ) starfrækir hátt í 50 nefndir og hundruðir nemenda í ýmsum klúbbum og nefndum við skólann og í stjórn nemendafélagsins.
NFVÍ gefur meðal annars út skólablaðið Viljann sem kom fyrst út árið 1908 og árbókina sína, Verzlunarskólablaðið, einu sinni á ári og telur yfir 85 árganga. Auk þess gefur félagið út blöðin Örkina og Kvasir.
„Félagslíf“. Sótt 22. desember 2005.
Fyrri: Menntaskólinn í Reykjavík |
|
Næsti: Borgarholtsskóli |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.