From Wikipedia, the free encyclopedia
Metrabylgja eða VHF-bylgja (úr ensku, Very High Frequency) er útvarpsbylgja með tíðnisvið á milli 30 og 300 MHz. Bylgjulengd metrabylgju er því milli 1 og 10 metrar. Næsta tíðnisvið fyrir neðan metrabylgju er hátíðnibylgja (HF) og næsta tíðnisvið fyrir ofan er örbylgja (UHF).
Útsendingar á metrabylgju nást í meginatriðum í sjónlínu og stöðvast við hæðir og fjöll. Þær geta ferðast eilítið lengra en sjóndeildarhringurinn vegna endurkasts, eða allt að 160 km. Metrabylgjan er mest notuð fyrir FM-útvarp, sjónvarpsútsendingar, talstöðvarsamskipti á landi og sjó, stafrænar hljóðútsendingar, útvarpsmótöld og samskipti radíóamatöra. Flugumsjón notast líka við metrabylgju að hluta. Metrabylgjan er hæsta tíðnin sem hægt er að nota með litlum handsenditækjum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.