From Wikipedia, the free encyclopedia
FM-útvarp er útvarp sem notast við tíðnimótun (enska, frequency modulation eða FM) til útvarpsútsendinga á hliðrænu hágæðahljóði. Hljómur FM-útsendinga er af betri gæðum en næst með öðrum aðferðum, eins og styrktarmótun (AM) og tíðnimótun er ekki eins viðkvæm fyrir rafsegultruflunum. Hún er þannig vinsæl til útsendinga á tónlist. Tíðnimótun var fundin upp af bandaríska verkfræðingnum Edwin Armstrong árið 1933 og fyrsta FM-útvarpsstöðin var tilraunastöð hans með kallmerkið W2XMN. Evrópskar útvarpsstöðvar tóku að nota þessa tækni í stórum stíl eftir síðari heimsstyrjöld á metrabylgju, þar sem hernámslið bandamanna höfðu tekið miðbylgjuna yfir með öflugum sendum til að senda afþreyingarefni til hermanna og áróður yfir Járntjaldið.
Síðustu ár hefur stafrænt útvarp (DAB) smám saman tekið við af FM-útvarpi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.