Umferðarmiðstöðin BSÍ (oft þekkt aðeins sem BSÍ) er samgöngumiðstöð sem stendur við Vatnsmýrarveg í Reykjavík. Stöðin er ein helsta samgöngumiðstöð höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina og þaðan fara m.a. flugrútur til Keflavíkurflugvallar. Umferðarmiðstöðin var byggð á grundvelli laga um miðstöð fólksflutninga í Reykjavík. Framkvæmdir hófust árið 1959 og hún var opnuð 21. nóvember 1965. Arkitekt var Gunnar Hansson. Árið 2009 tók fyrirtækið Kynnisferðir húsnæðið á leigu, en til stendur að reisa nýja umferðarmiðstöð.[1][2] Frá 2012 hafa langleiðir Strætó bs. notað skiptistöð í Mjódd sem samgöngumiðstöð, fyrir utan leið 55 til Keflavíkur.[3] Skammstöfunin BSÍ stendur fyrir Bifreiðastöð Íslands.

Thumb
Umferðarmiðstöðin BSÍ árið 2014.

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.