Thor Thors (26. nóvember 190311. janúar 1965) var íslenskur lögfræðingur, sendiherra í Bandaríkjunum og fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Faðir hans var Thor Jensen, umsvifamikill athafnamaður, og meðal systkina hans var Ólafur Thors.

Ævi

Thor lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar árið 1921[1]. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París áður en hann réðist til starfa sem framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs hf., fjölskyldufyrirtækisins, um sjö ára tímabil, 1927—34. Frá 1933 til 41 var hann þingmaður Snæfellinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var forstjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1934—40. Skipaður sendiherra Íslendinga í Bandaríkjunum árið 1940.

Neðanmálsgreinar

Tengill

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.