Tékknesk króna eða tékknesk koruna (tékkneska: koruna česká, ISO 4217 kóði: CZK, tákn: Kč) er gjaldmiðill Tékklands.
Tékknesk króna koruna česká | |
---|---|
Land | Tékkland |
Skiptist í | 1 haléř |
ISO 4217-kóði | CZK |
Skammstöfun | Kč / h |
Mynt | 1, 2, 5, 10, 20, 50 Kč |
Seðlar | 100, 200, 500, 1000, 2000, 5000 Kč |
Ein tékknesk króna skiptist í 100 „haléřů“ (eintala: „haléř“).
Tékknesk króna hefur verið notuð sem gjaldmiðill Tékklands frá árinu 1993, þegar Tékkóslóvakía skiptist upp í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu.
Eftirtaldir seðlar og myntir eru gildur gjaldmiðill í Tékklandi:
- Seðlar: 100 kč, 200 kč, 500 kč, 1000 kč, 2000 kč, 5000 kč
- Mynt: 1 kč, 2 kč, 5 kč, 10 kč, 20 kč, 50 kč
Áður voru einnig gildir seðlarnir 20 kč og 50 kč og myntirnar 10 haléřů, 20 haléřů og 50 haléřů. Hætt var að nota 20 kč seðla 31. ágúst 2008 og 50 kč 1. apríl 2011. Hætt var að nota 10 haléřů og 20 haléřů myntirnar 31. október 2003. 50 haléřů myntin var tekin úr notkun 31. ágúst 2008.
Til stóð að Tékkland tæki upp evruna árið 2012 en þeim áætlunum hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma vegna andstöðu tékknesks almennings við upptöku evru.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.