Táris (gríska: Ταυρίς, Ταυρίδα; latína: Taurica) var í fornöld heiti á Krímskaga. Nafnið kemur úr grísku og vísar til íbúa landsins sem Grikkir kölluðu Tára.

Thumb
Kort af grísku nýlendunni Kersonesos á Krímskaga.

Í grískri goðafræði fer Artemis með Ífígeníu, dóttur Agamemnons, til Táris eftir að hafa bjargað henni frá því að vera fórnað af föður sínum. Í Táris varð hún prestur í Artemisarhofinu þar sem konungur Táris neyddi hana til að fórna öllum útlendingum sem komu til landsins. Frá þessu segir í harmleik Evripídesar, Ífígenía í Táris.

Á 6. öld f.Kr. var gríska nýlendan Kersonesos stofnuð á suðurhluta skagans.

Á 2. öld f.Kr. varð Táris hluti af helleníska konungsríkinu Bosporus.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.