Sósíalistaflokkurinn (Frakkland)
Franskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Franskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Sósíalistaflokkurinn (franska: Parti socialiste eða PS) er franskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við vinstristefnu og miðvinstristefnu.
Sósíalistaflokkurinn Parti socialiste | |
---|---|
Aðalritari | Olivier Faure |
Stofnár | 1905 (sem Frakklandsdeild alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar) 1969 (sem Sósíalistaflokkurinn) |
Höfuðstöðvar | 10 Rue de Solférino 75333 Paris Cedex 07 |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Sósíalismi |
Einkennislitur | Bleikur |
Sæti á þjóðþinginu | |
Sæti á öldungadeildinni | |
Sæti á Evrópuþinginu | |
Vefsíða | www.parti-socialiste.fr/ |
Sósíalistaflokkurinn rekur uppruna sinn til sósíalískra kenninga. Forveri flokksins var Frakklandsdeild alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar (franska: Section française de l'Internationale ouvrière eða SFIO), sem stofnuð var árið 1905 af Jean Jaurès. SFIO var endurnefnd Nýi sósíalistaflokkurinn (Nouveau Parti socialiste) og síðar einfaldlega Sósíalistaflokkurinn árið 1969. Árið 1971 stækkaði Sósíalistaflokkurinn með því að sameinast ýmsum smærri vinstriflokkum sem virkir voru í frönskum stjórnmálum. Flokkurinn byggði stefnu sína á samstöðu franskra vinstriheyfinga og þróun sameiginlegrar stjórnarstefnu ásamt franska Kommúnistaflokknum.[1] Árið 1971 var François Mitterrand kjörinn aðalritari Sósíalistaflokksins og hann leiddi flokkinn í stjórnarandstöðu til ársins 1981. Árið 1981 var Mitterrand kjörinn forseti Frakklands. Mitterrand gegndi forsetaembættinu í tvö sjö ára kjörtímabil, til ársins 1995. Sósíalistaflokkurinn vann þingkosningar árið 1997 og Lionel Jospin varð því forsætisráðherra Frakklands fyrir flokkinn í stjórnarsamstarfi við Jacques Chirac Frakklandsforseta. Þessu samstarfi lauk árið 2002 eftir ósigur Jospins í forsetakosningum í fyrstu umferð gegn Chirac og Jean-Marie Le Pen.
Frá 2012 til 2017 var François Hollande forseti Frakklands fyrir Sósíalistaflokkinn. Hann er til þessa dags síðasti forsetinn sem kjörinn hefur verið úr röðum franskra sósíalista. Stjórnartíð hans einkenndist af klofningi innan franska vinstrisins, sér í lagi af hreyfingu vinstrisinnaðra andófsmanna sem mótmæltu efnahagsstefnu forsetans. Síðustu ár hafa margir nýir vinstriflokkar verið stofnaðir í Frakklandi sem telja Sósíalistaflokkinn hafa hneigst of langt til hægri á forsetatíð Hollande.
Frambjóðandi Sósíalistaflokksins, Benoît Hamon, bað sögulegan ósigur í forsetakosningum landsins árið 2017 og hlaut aðeins 6,36 prósent atkvæða.[2] Flokkurinn hlaut aðeins tæp tíu prósent atkvæða og 93 þingsæti í þingkosningum sem haldnar voru sama ár. Flokkurinn hefur síðan þá verið í stjórnarandstöðu og í endurskipulagningu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.