Svarfaðardalsá kemur úr Svarfaðardal og fellur til sjávar við utanverðan Eyjafjörð, rétt innan við Dalvík. Áin er dragá en blönduð jökulvatni frá hinum mörgu smájöklum sem víða eru í afdölum Svarfaðardals og Skíðadals. Fjölmargar ár falla til Svarfaðardalsár. Stærsta þveráin er Skíðadalsá. Innstu upptök árinnar eru á Heljardalsheiði, í inndölum Skíðadals og í Gljúfurárjökli. Rennsli hennar er mjög breytilegt eftir árstíma og tíðarfari eins og títt er um dragár. Í þurrkatíð síðsumars og í löngum frostaköflum á vetrum getur hún orðið vatnslítil en í vætutíð og einkum í vorleysingum verður hún foráttumikil og flæðir þá yfir allan dalbotn Svarfaðardals. Engir fossar eru í Svarfaðardalsá og raunar ekki Skíðadalsá heldur en fallegir fossar eru í nokkrum af þveránum svo sem Goðafoss (aðgreining) í Hofsá, Holárfoss og Steindyrafoss í Þverá niður. Nokkrar brýr eru á ánni. Árgerðisbrúin er á veginum til Dalvíkur, Hreiðarsstaðabrúin er nokkru innan við ármótin við Skíðadalsá og þar skammt frá er aðalbrúin á Skíðadalsá sjálfri. Svarfaðardalsá er ekki mikil veiðiá en þó hefur hún verið ræktuð upp á síðari áratugum þannig að lagnir veiðimenn geta haft talsvert upp úr krafsinu.

Thumb
Svarfaðardalsá við Árgerðisbrú skammt frá Dalvík.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.