Sumarólympíuleikarnir 2021
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir (japanska: 第三十二回オリンピック競技大会 Hepburn: Dai Sanjūni-kai Orinpikku Kyōgi Taikai) voru alþjóðlegt íþróttamót sem upphaflega stóð til að halda í Tókýó í Japan 24. júlí til 9. ágúst árið 2020. Vegna COVID-19-faraldursins var ákveðið að flytja leikana til 2021.[1] Þrátt fyrir frestunina var nafnið Tókýó 2020 engu að síður formlega notað yfir Ólympíuleikana í auglýsingum og skipulagningu þeirra.[2] Leikarnir hófust 23. júlí og lauk 8. ágúst.
Tókýó var valin á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires 7. september 2013. Þetta var í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir voru haldnir í Tókýó sem varð þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Þetta var í fjórða skiptið sem Ólympíuleikarnir voru haldnir í Japan, á eftir Vetrarólympíuleikunum 1972 í Sapporo og Vetrarólympíuleikunum 1998 í Nagano. Þetta voru auk þess aðrir Ólympíuleikarnir í röð þriggja leika sem haldnir eru í Austur-Asíu á eftir Vetrarólympíuleikunum 2018 í Suður-Kóreu og fyrir Vetrarólympíuleikana 2022 í Kína.
Á þessum Ólympíuleikum var keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, Freestyle BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt nýjum reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar gat ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig var keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki var keppt í hafnarbolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls voru 339 keppnir í 33 greinum. Engir áhorfendur voru vegna aukningar kórónaveirusmita í Japan.
Opinbera dagskráin fyrir Ólympíuleikana var samþykkt af Framkvæmdaráði Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar þann 9. júní 2017. Forseti nefndarinnar, Thomas Bach, lýsti því yfir að takmarkið væri að gefa leikunum „yngra“ og „borgaralegra“ yfirbragð, og að auka þátttöku kvenna.
Á leikunum voru 339 keppnir í 33 íþróttum, eða yfir 50 greinum.
Dagskrá Sumarólympíuleikanna 2020 | ||||
---|---|---|---|---|
|
|
|
|
|
Einungis fjórir íslenskir íþróttamenn kepptu í Tókýó, jafnmargir og verið hafði á leikunum í sömu borg árið 1964.
Guðni Valur Guðnason keppti í kringlukasti og Ásgeir Sigurgeirsson í skotfimi, en hvorugur komst áfram úr fyrstu umferð. Sömu sögu var að segja um sundfólkið Anton Svein McKee og Snæfríði Jórunnardóttur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.