22. forsætisráðherra Kanada From Wikipedia, the free encyclopedia
Stephen Joseph Harper (f. 30. apríl 1959) er kanadískur stjórnmálamaður, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins. Hann varð forsætisráðherra eftir að flokkur hans myndaði minnihlutastjórn eftir þingkosningarnar 2006.
Stephen Harper | |
---|---|
Forsætisráðherra Kanada | |
Í embætti 6. febrúar 2006 – 4. nóvember 2015 | |
Þjóðhöfðingi | Elísabet 2. |
Landstjóri | Michaëlle Jean David Johnston |
Forveri | Paul Martin |
Eftirmaður | Justin Trudeau |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. apríl 1959 Toronto, Ontario, Kanada |
Þjóðerni | Kanadískur |
Stjórnmálaflokkur | Íhaldsflokkurinn |
Maki | Laureen Harper |
Börn | Benjamin, Rachel |
Háskóli | Háskólinn í Calgary |
Atvinna | Hagfræðingur |
Undirskrift |
Harper fæddist í Toronto og er elstur þriggja systkina. Hann skráði sig í háskólanám við Háskólann í Torronto en hætti eftir tvo mánuði.[1] Síðar flutti hann til borgarinnar Edmonton í fylkinu Alberta og hélt háskólanámi sínu áfram við Háskólann í Calgary þar sem hann lauk BA-gráðu í hagfræði og útskrifaðist 1993 með mastersgráðu í sömu grein.
Hann bauð sig fyrst fram til þingsetu á kanadíska þinginu í þingkosningunum 1988 þegar hann bauð sig fram í kjördæminu Vestur Calgary en náði ekki kjöri. Hann komst fyrst á þing 1993.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.