From Wikipedia, the free encyclopedia
Sable eyja (Franska: île de Sable) er lítil kanadísk eyja og er 180 km í suðaustur frá Nova Scotia. Eyjan er skeifulaga sandrif sem eru leifar framskriðs jökla á landgrunni Norður-Ameríku. Eyjan er um 34 km² að flatarmáli. Lengd hennar er um 42 km en breiddin 1.5 km þar sem hún er breiðust.
Sable | |
---|---|
Land | Kanada |
Fylki | Nova Scotia |
Svæði | 13 |
Stofnað | 1521 |
Haf | Atlantshaf |
Staðsetning | 43°55′53.3″N 59°55′47″V |
Lengd | 42 km |
Breidd | 1,5 km |
Flatarmál | 34 km² |
Hæð | 40 m |
Íbúar | 5 manns |
Þéttleiki byggðar | 0,14 manns/km² |
Eyjan er þekkt fyrir hestakyn sem kennt er við eyna. Fyrstu hestarnir voru settir á land á Sable-eyju á 18. öld og hefur fjöldi þeirra í seinni tíð verið á bilinu 200 - 350 talsins. Þeir voru friðaðir árið 1960 fyrir afskiptum manna.
Á eynni kæpir landselur og útselur. Ýmsar hákarlategundir finnast við Sable, þar á meðal Hvíti hákarlinn. Nokkrar fuglategundir finnast á eynni og má nefna gresjutittling en undirtegund hans verpir eingöngu á Sable. Flækingar eru algengir. Tegund ferskvatnssvampdýrs (Heteromeyenia macouni) finnst í tjörnum á eynni.
Frá árinu 1583 hafa um 350 skipsskaðar orðið við eyna. Árið 1801 var sett mönnuð björgunarstöð á Sable sem starfrækt var til ársins 1958. Á eynni eru tveir vitar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.