From Wikipedia, the free encyclopedia
Síberíulilja (fræðiheiti: Scilla siberica) er tegund blómstrandi plantna í Asparagaceae, upprunnin frá suðvestur Rússlandi, Kákasus og Tyrklandi. Þrátt fyrir nafnið er hún ekki frá Síberíu.
Síberíulilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Scilla siberica Haw. | ||||||||||||||||
Hún verður 10 til 20 sm há og 5 sm breið, með lauk, af hverjum upp koma tvö til fjögur blöð snemma vors, á sama tíma og fagurblá, hangandi bjöllulaga blómin.[1]
Blómin eru með sex krónublöð og sex stíla, og eru stök eða í fáblóma klasa. Blómin eru yfirleitt blá, en á afbrigðinu Scilla siberica var. alba eru hvít. Stílarnir á Scilla eru aðskildir, ólíkt á skyldum ættkvíslum; Puschkinia og Chionodoxa, sem eru samvaxnir í rör. Frjóið er dökkblátt.
Eftir blómgun verða blómstönglarnir linir á meðan fræbelgirnir þroskast. Fullþroskaðir verða belgirnir fjólubláir og opnast, og losa fjölda smárra dökkbrúnna fræja. Blöðin visna þegar fræin eru þroskuð og plantan fer í dvala til næsta vors.
S. siberica er ræktuð vegna fagurblárra blómanna að vori. Hún sáir sér oft út og myndar stórar breiður. Hún hentar því ekki í steinhæð, en því betur í runnabeð og skógarbotn. Í Miðvestur Bandaríkjunum er hún sumstaðar ágeng.[2]
Tegundin hefur fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.