Ptolemajaríkið var hellenískt ættarveldi sem ríkti yfir Egyptalandi frá 305 f.Kr. til 30 f.Kr.. Stofnandi þess, Ptolemajos, var makedónskur herforingi í her Alexanders mikla og varð landstjóri (satrap) í Egyptalandi eftir dauða hans. 305 f.Kr. lýsti hann sig konung Egyptalands og Egyptar tóku Ptolemajum brátt sem arftökum faraóanna. Ætt Ptolemaja ríkti yfir Egyptalandi þar til Rómverjar lögðu það undir sig 30 f.Kr.
Allir karlkyns konungar tóku sér nafnið Ptolemajos. Drottningar Ptolemaja, sem stundum voru systur eiginmanna sinna, hétu yfirleitt Kleópatra, Bereníke eða Arsinóe. Frægasti Ptolemajinn var síðasta drottningin, Kleópatra (7.), sem varð þekkt fyrir afskipti sín af átökum, fyrst Caesars og Pompeiusar, og síðan Octavíanusar og Marcúsar Antoníusar.
Ptólemajos 1. Sóter (303 f.Kr.-285 f.Kr.) átti líklega fyrst Þaís, síðan Artakama, svo Evridíke og að lokum Bereníke 1.
Ptólemajos 2. Fíladelfos (285 f.Kr.-246 f.Kr.) átti fyrst Arsinóe 1., síðan Arsinóe 2.; ríkti samhliða Ptólemajosi Epígónosi (267 f.Kr.-259 f.Kr.)
Ptólemajos 3. Evergetes (246 f.Kr.-221 f.Kr.) átti Bereníke 2.
Ptólemajos 4. Fílópator (221 f.Kr.-203 f.Kr.) átti Arsinóe 3.
Ptólemajos 5. Epifanes (203 f.Kr.-181 f.Kr.) átti Kleópötru 1.
Ptólemajos 6. Fílómetor (181 f.Kr.-164 f.Kr. og 163 f.Kr.-145 f.Kr.) átti Kleópötru 2.; ríkti um stutt skeið með Ptólemajos Evpator152 f.Kr.
Ptólemajos 7. Neos Fílópator (ríkti aldrei)
Ptólemajos 8. Evergetes 2. (Fysgon) (170 f.Kr.-163 f.Kr., 145 f.Kr.-116 f.Kr.) átti Kleópötru 2., síðan Kleópötru 3.; Kleópatra 2. rak hann frá Alexandríu 131 f.Kr. en þau sættust 124 f.Kr.
Kleópatra 2. Fílómetora Sóteira (131 f.Kr.-127 f.Kr.) í andstöðu við Ptólemajos 8.
Arsinóe 4. (48 f.Kr.-47 f.Kr.) í andstöðu við Kleópötru 7.
Sum af ættartengslunum sem sýnd eru í þessu tré eru umdeild.
Ptólemajos Kerános (dó 279 f.Kr.) - elsti sonur Ptólemajosar 1. Varð konungur Makenóníu.
Ptólemajos Apíon (dó 96 f.Kr.) - sonur Ptólemajosar 8. Fyskon. Varð konungur í Kýrenæku sem hann afhenti Rómaveldi.
Ptólemajos Fíladelfos (fæddur 36 f.Kr.) - sonur Markúsar Antoníusar og Kleópötru 7.
Ptólemajos af Máretaníu (dó 40 e.Kr.) - sonur Júba 2. af Máretaníu og Kleópötru Selenu 2., dóttur Kleópötru 7. og Markúsar Antoníusar. Konungur Máretaníu.
Ptólemajos 1. stofnandi ættarveldisins
Ptólemajos 2.
Ptólemajos 3.
Ptólemajos 4.
Ptólemajos 5.
Ptólemajos 6.
Kleópatra 2. (til hægri)
Ptólemajos 8.
Ptólemajos 9.
Ptólemajos 10.
Ptólemajos 11.
Ptólemajos 12.
Ptólemajos 13.
Ptólemajos 14.
Kleópatra 7.
Ptólemajos 15. Caesarion
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.