From Wikipedia, the free encyclopedia
Persónuhlífar, hlífðarbúnaður eða öryggisbúnaður, eru til dæmis hlífðarfatnaður, hjálmar og öryggisgleraugu, sem eiga að verja líkama fólks fyrir áverkum og sýkingum. Sérstakar persónuhlífar eru notaðar til að verjast hættu á höggum, hita, rafmagni, skaðlegum efnum, líffræðilegum hættum og rykmengun. Notkun persónuhlífa getur verið hluti af vinnuvernd í tengslum við ákveðin störf eða vinnustaði, en getur líka tengst afþreyingu og íþróttaiðkun.
Persónuhlífar eiga sér margra alda sögu. Dæmi um aldagamlar persónuhlífar er búningur býflugnaræktenda sem ver þá fyrir stungum. Nýleg dæmi um persónuhlífar eru FFP2-öndunargrímurnar sem gerð var krafa um í Evrópusambandinu sem vörn gegn útbreiðslu COVID-19. Persónuhlífar eru ýmist flokkaðar eftir því hvaða hluta líkamans þær eiga að verja, eða gegn hvaða hættu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.