From Wikipedia, the free encyclopedia
Nirmala Joshi (23. júlí 1934 – 23. júní 2015) var leiðtogi Kærleiksboðberanna eftir lát móður Teresu 1997. Hún fæddist í Nepal þar sem faðir hennar var foringi í Breska Indlandshernum en þau fluttu til Indlands þegar hún var eins árs. Hún var alin upp sem hindúi en hlaut menntun hjá kristnum trúboðum í Hazaribag. Hún snerist til kaþólskrar trúar og gekk í reglu móður Teresu. Hún lauk M.A.-prófi í stjórnmálafræði og doktorsgráðu í lögfræði við Kalkúttaháskóla. Hún var kjörin eftirmaður móður Teresu nokkrum mánuðum fyrir lát hennar. Eftir lát Nirmala tók Mary Prema Pierick við sem leiðtogi reglunnar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.