From Wikipedia, the free encyclopedia
Miðnes, áður kallað Rosmhvalanes, er nafn á nesi sem gengur norður úr Reykjanesi vestanverðu, milli Ytri-Njarðvíkur og Kirkjuvogs. Garðskagi er nyrsti oddi Miðness. Í forníslensku voru rostungar nefndir rosmhvalir en við þá var nesið kennt. Þeir sem voru ættaðir frá Rosmhvalanesi eða bjuggu þar voru nefndir Rosmhvelingar. Keflavík, Garður og Sandgerði eru á nesinu, einnig Keflavíkurflugvöllur.
Árið 1951 gerðu Íslendingar verndarsamning við Bandaríkin sem fól í sér aðsetu bandaríska hersins á Íslandi. Á Miðnesi við Keflavík reis Keflavíkurstöðin, um 5000 manna byggð þar sem flestir hermennirnir komu sér fyrir, eins konar bandarískt þorp á Íslandi.
Ingólfur Arnarson gaf/seldi Steinunni gömlu Miðnes. Eða eins og segir í Landnámu:
Í Egils sögu segir einnig lítillega frá Miðnesi:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.