From Wikipedia, the free encyclopedia
Maremma er gríðarstórt svæði sem myndar suðvesturhluta Toskanahéraðs á Ítalíu. Mörk svæðisins liggja nánast saman við mörk sýslunnar Grosseto en lítill hluti þess er í héraðinu Latíum. Maremma er láglent svæði og var fram til upphafs 20. aldar mýrlent. Sjúkdómar eins og malaría voru algengir vegna votlendisins og nafn héraðsins varð að blótsyrði í máli Toskanabúa. Einkenni svæðisins var kvikfjárrækt þar sem hjarðir nautgripa og sauðfjár voru reknar um svæðið á hestum. Á 19. öld voru mýrarnar ræstar fram og íbúafjöldi á svæðinu jókst mjög í kjölfarið, en vegna þess hversu seint það byggðist eru þar enn stór ósnortin svæði sem að hluta eru friðuð. Það nýtur nú síaukinna vinsælda sem ferðamannastaður. Skotveiði er stunduð þar (til dæmis villisvínaveiðar) og bændagisting hefur aukist mikið á síðustu áratugum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.