From Wikipedia, the free encyclopedia
Marcia Cross (fædd 25. mars 1962) er bandarísk leikkona sem ef til vill er best þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives og Melrose Place. Fyrir leik sinn í fyrrnefndri þáttaröð hefur hún hlotið tilnefningar til þriggja Golden Globe verðlauna.
Marcia Cross | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Marcia Anne Cross 25. mars 1962 Marlborough, Massachusetts, USA |
Ár virk | 1985 - nú |
Maki | Richard Jordan (1985-1993) Tom Mahoney (2006-nú) |
Börn | 2 |
Helstu hlutverk | |
Bree Van De Kamp í Desperate Housewives Dr. Kimberly Shaw í Melrose Place |
Cross hefur verið þekkt leikkona síðan á tíunda áratugi 20. aldar fyrir leik sinn sem Kimberly Shaw í Melrose Place, þar sem hún byrjaði í aukahlutverki en varð síðar ein af aðalleikurum seríunnar. Eftir að hlutverki hennar lauk í Melrose Place tók hún sér hlé frá leiklistinni um árabil og lauk mastersgráðu í sálfræði.
Cross átti í ástarsambandi við leikarann Richard Jordan frá árinu 1985 fram að andláti hans árið 1993. Hún hefur verið gift veðbréfasalanum Tom Mahoney frá árinu 2006 og með honum á hún tvíburadætur.
Marcia Anne Cross fæddist þann 25. mars árið 1962 í smábænum Marlborough í Massachusettsfylki í Bandaríkjunum. Hún var annað barn hjónanna Janet og Mark Cross en eldri systir hennar, Ellen Cross, er þjóðþekkt söngkona. Móðir hennar starfaði kennari í grunnskóla en faðir hennar Mark vann sem framkvæmdastjóri hjá litlu fyrirtæki.[1] Cross uppgötvaði vilja sinn til að leika í æsku, og klæddi sig oft upp með vinkonum sínum og skipulagði leik- og söngsýningar.[2] Foreldrar Cross eru komnir af enskum kaþólikkaættum, og hefur hún iðkað trú sína að kaþólskum sið frá blautu barnsbeini.
Cross átti í löngu ástarsambandi með leikaranum Richard Jordan á níunda áratugi 21. aldar sem að var 25 árum eldri en hún. Sambandið endaði árið 1993 þegar að Jordan dó úr heilaæxli eftir langa baráttu við krabbamein. [3]
Í janúar árið 2006 hófst samband hennar við veðbréfasalann Tom Mahoney og þau voru saman í sex mánuði þangað til að hann bað hana um að giftast sér. Þau giftust þann 24. júní árið 2006 í kirkju í San Gabriel, Kalifornía fyrir framan 200 gesti. Tveimur mánuðum seinna fann Marcia það út að hún ætti von á barni í febrúar. Snemma í janúar árið 2007 þurfti Marcia að vera í rúminu mestallan daginn varúðarástæðum. Hún var þá í miðjunni að taka upp þriðju seríuna af Desperate Housewives og það þurfti að breyta söguþráðnum til þess að hún myndi ekki þurfa að vera í næstu þáttum. Hún tók meira segja upp eitt atriði í svefnherberginu sínu sem að var málað til þess að líta út eins og svefnherbergi Bree. Marcia eignaðist tvíburadætur sínar þann 20. febrúar árið 2007 stuttu fyrir 45. afmæli hennar. Marcia sneri aftur í vinnuna stuttu seinna og náði að leika í lokaþætti þriðju seríu Desperate Housewives. Í janúar 2009 greindist eiginmaður hennar með krabbamein og er enn hann að berjast við meinið.
Marcia lærði leiklist við Juilliard-listaskólann í New York.[4] Leikferill hennar hófst árið 1984 þegar að hún fékk hlutverk í sápuópera The Edge of Night sem Liz Correll. Eftir það flutti hún frá New York til Los Angeles og fékk stuttu seinna hlutverk í sjónvarpsmyndum eins og „The Last Days of Frank and Jesse James“ með Johnny Cash og Kris Kristofferson í aukahlutverkum. Árið 1986 fékk hún hlutverk í dramaþáttaröðinni hjá ABC One Life To Live þar sem að hún lék Kate Sanders í eitt ár. [5] Árið 1991 lék hún aukahlutverk í þrettándu seríu Knots Landing þar sem að hún lék eiginkonu Bruce Greenwood en þegar að samningur hennar rann út var ákveðið að endurnýja hann ekki.[6]
Árið 1992 var Marcia upprunalega ráðin í smá hlutverk í einn þátt í fyrstu seríu Melrose Place sem læknir sem að hét Dr. Kimberly Shaw. Framleiðendur þáttarins voru svo hrifnir af henni að þeir ákváðu að setja hana í fleiri þætti sem að leiddi til þess að hún varð ein af mörgum aðalpersónum þáttanna. Í annarri seríu komst það í ljós að karakter Cross var með sinnisveiki og hún varð fljótt aðal andstæðingur þáttanna. Karakterinn varð mjög vinsæll fyrir hversu brjálaða hluti sem að hún gerði í gegnum árin þar á meðal að stela barni, morðtilraunir og að sprengja húsaröðina þar sem að serían gerðist upp í loft upp í þriðju seríunni. [7] Árið 1997 eftir fimm ár að leika í Melrose Place hætti Marcia í þáttunum og hætti að leika í smá tíma. Þó að hún hafi tekið að sér nokkur aukahlutverk í sjónvarpsseríum þar á meðal Seinfeld, Ally McBeal og Spin City þá einbeitti Marcia sér helst að náminu sínu en hún var þá að ná sér í masters gráðu hjá Antioch háskóla í Los Angeles í sálfræði. Hún vann að hluta til sem nemi hjá sálfræðingi og fékk að vera sálfræðingur nokkra kúnna. [8]Á þeim tíma hafði hún íhugað að hætta að leika yfirhöfuð. Árið 2003 hélt Cross svo áfram að leika í fullu starfi með því að taka að sér hlutverk Lindu Abbot í þættinum Everwood. [9]
Snemma á árinu 2004 fór Marcia í áheyrnaprufu fyrir nýjann þátt sem að hét Desperate Housewives. Marcia var valinn til að leika Bree Van De Kamp út úr stórum hóp af leikkonum en hlutverk hennar var eitt af fjórum aðalhlutverkum þáttarins. Í áheyrnaprufunum hafði Marcia farið í prufu fyrir hlutverk sögumannsins sem að fyrirfer sér í fyrsta þættinum en framleiðendur þáttanna báðu hana um að prófa líka fyrir Bree í staðinn. Þátturinn fór í gang um haustið seinna það ár og varð strax mjög vinsæll á meðal áhorfenda. Persónuleikinn sem að Marcia lék hét Bree Van De Kamp var húsfreyja sem að átti í skilnaðardeilum við eiginmann sinn og í erfiðu sambandi við börnin sín. Þátturinn er enn í gangi í dag og sjöunda serían er verið að sýna núna í sjónvörpum út um allan heim. Gagnrýnendur voru heillaðir upp úr skónum af leik Marciu í þáttunum enda hefur hún verið tilnefnd til þrenna Golden Globe verðlauna fyrir þættina og margra aðra í þokkabót. [10] [11] [12]
Marcia hefur leikið mjög oft á sviði þar á meðal í uppfærslum af La Ronde, Twelfth Night, or What You Will með leikfélaginu Hartford Stage Company og The Two Gentlemen of Verona með Old Globe leikfélaginu í San Diego. Þó að hún hafi leikið mest í sjónvarpsþáttum þá hefur hún leikið í nokkrum litlum kvikmyndum þar á meðal „Living in Fear“, „Always Say Goodbye“, „Dancing in September“, „Bad Influence“ og „Female Perversion“. Árið 2011 kemur svo út kvikmynd með henni í aukahlutverki sem að heitir „Bringing Up Bobby“.
Ár | Nafn | Hlutverk | Glósur |
---|---|---|---|
1984 | The Edge of Night | Liz Correll | Sápuópera |
1985 | Brass | Victoria Willis | Sjónvarpsmynd |
1985–1986 | One Life to Live | Kate Sanders | Sápuópera |
1986 | Pros & Cons | Lynn Erskine | Sjónvarpsmynd |
1986 | Tales From The Darkside | Marie Alcott | 1 þáttur |
1986 | The Last Days of Frank and Jesse James | Sarah Hite | Sjónvarpsmynd |
1986 | Another World | Tanya | Sápuópera |
1988 | Almost Grown | Lesley Foley | 1 þáttur |
1989 | Cheers | Susan Howe | 1 þáttur |
1989 | Just Temporary | Amy | Sjónvarpsmynd |
1990 | Bad Influence | Ruth Fielding | Aukahlutverk |
1990 | Storm and Sorrow | Marty Hoy | Sjónvarpsmynd |
1990 | Quantum Leap | Stephanie Heywood | 1 þáttur |
1991–1992 | Knots Landing | Victoria Broyelard | 21 þættir |
1992 | Murder, She Wrote | Marci Bowman | 1 þáttur |
1992–1997 | Melrose Place | Kimberly Shaw | 114 þættir |
1996 | Ripple | Ali | Stuttmynd |
1996 | Always Say Goodbye | Anne Kidwell | |
1996 | Female Perversions | Beth Stephens | Aukahlutverk |
1996 | All She Ever Wanted | Rachel Stockman | Sjónvarpsmynd |
1997 | Seinfeld | Dr. Sara Sitarides | 1 þáttur |
1998 | Target Earth | Karen Mackaphe | Sjónvarpsmynd |
1999 | Boy Meets World | Rhiannon Lawrence | 4 þættir |
2000 | Dancing in September | Lydia Gleason | Sjónvarpsmynd, aukahlutverk |
2000 | Profiler | Pamela Martin | 1 þáttur |
2001 | Living in Fear | Rebecca Hausman | |
2001 | CSI: Crime Scene Investigation | Julia Fairmont | 1 þáttur |
2002 | Eastwick | Jane Spofford | Prufuþáttur |
2002 | King of Queens | Debi | Aukahlutverk |
2003–2004 | Everwood | Dr. Linda Abbott | 18 þættir |
2003 | The Wind Effect | Molly | Stuttmynd |
2004–present | Desperate Housewives | Bree Van de Kamp | 159 þættir
|
2009 | Just Peck | Cheryl Peck | Aukahlutverk |
2011 | Bringing Up Bobby | Mary | Í eftirvinnslu |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.