From Wikipedia, the free encyclopedia
Mannanafnanefnd er íslensk nefnd sem ákveður og samþykkir íslensk mannanöfn samkvæmt Lögum um mannanöfn. Hún var stofnuð árið 1991 og nefndin er skipuð þremur mönnum af innanríkisráðherra Íslands til fjögurra ára í senn. Heimspekideild Háskóla Íslands tilnefnir eina manneskju í nefndina, lagadeild Háskóla Íslands eina og Íslensk málnefnd eina. Úrskurðum hennar er ekki hægt að skjóta til æðra stjórnvalds.
Þjóðskrá Íslands viðheldur mannanafnaskrá. Ef Þjóðskrá berst tilkynning um eiginnafn sem ekki er í skránni vísar hún málinu til Mannanafnanefndar. Nefndin hittist reglulega til að afgreiða umsóknir um mannanöfn, en þau nöfn sem Mannanafnanefnd samþykkir verða, skv. lögum (45/1996)[1] að lúta íslenskum málfræðireglum um stafsetningu og endingu, eða hafa unnið sér hefð í málinu. Leyfð nöfn eru færð á mannanafnaskrá. Mest er heimilt að bera þrjú eiginnöfn.
Margvísleg gagnrýni hefur verið sett fram á Lög um mannanöfn, og hlutverk og starfsemi Mannanafnanefndar gegnum tíðina.
Árið 1971 var lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanöfn, þar sem fólki yrði á ný heimilt að taka upp ættarnöfn, „enda væru þau íslensk og í samræmi við íslenskt málkerfi.“[2]
Fram að gildistöku nýrra laga árið 1996 þurftu innflytjendur til Íslands að breyta nöfnum sínum til samræmis við lög, og taka upp íslensk nöfn. Á tíunda áratug 20. aldar barðist rithöfundurinn Þorgeir Þorgeirson fyrir rétti sínum til að skrifa og skrá föðurnafn sitt með einu s-i.
Frumvarp um að leggja Mannanafnanefnd niður var lagt fram á þingi haustið 2006, af Birni Inga Hrafnssyni, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Guðjóni Ólafi Guðjónssyni og Sæunni Stefánsdóttur. Frumvarpið varð ekki að lögum.
Á þingi vetrarins 2013–2014 lagði þingflokkur Bjartrar framtíðar fram nýtt frumvarp að lögum á Alþingi, um að fella niður mannanafnanefnd. Sagði í rökstuðningi meðal annars: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Núgildandi lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir.“ Almennt ætti að gera ráð fyrir að nöfn séu leyfð, sagði í rökstuðningi, og aðeins í sérstökum undantekningatilfellum ætti ríkisvaldið að geta hlutast til gegn mannanafni. Þá var í rökstuðningi lögð áherslu á að í því fælist mismunun að ákveðnir hópar íbúa hefðu rétt til ættarnafna en aðrir ekki. Var í frumvarpinu lagt til að öllum yrði heimilt að taka upp ættarnafn. Frumvarpið er enn til þingmeðferðar.[3] Flutningsmaður frumvarpsins var Óttar Proppé.[4]
Í gildi eru Lög um mannanöfn nr. 45 frá árinu 1996.[1]
Fyrri lög um mannanöfn á Íslandi, frá 1925, voru svohljóðandi:
Dígrafið ‚th‘ er afar sjaldgæft í íslensku og því fá nöfn sem hafa verið leyfð af mannanafnanefnd.
Drengir | Stúlkur | ||||
---|---|---|---|---|---|
Anthony | Theodór[5] | Agatha[6] | Dóróthea | Hertha | Matthildur |
Arthur[7] | Theódór | Agnethe | Edith[8] | Judith[9] | Ruth[10] |
Arthúr | Thomas | Ásthildur | Elisabeth | Kathinka[11] | Thea |
Lúther[12] | Thor[13] | Athena[14] | Elísabeth[15] | Lisbeth | Thelma[16] |
Marthen[17] | Thór | Bertha[18] | Esther[19] | Martha[20] | Theodóra[21] |
Mathías[22] | Thorberg | Bóthildur | Ethel | Matthea[23] | Theódóra |
Matthías | Mathías | Dorothea[24] | Gauthildur | Matthía | Theresa |
Methúsalem[25] | Dórothea[26] | Gestheiður | Matthilda |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.