From Wikipedia, the free encyclopedia
Lýðræðissveitir Sýrlands (arabíska: قوات سوريا الديمقراطية eða Quwwāt Sūriyā al-Dīmuqrāṭīya; kúrdíska: Hêzên Sûriya Demokratîk), oft stytt í SDF, HSD eða QSD, eru hernaðarbandalag í sýrlensku borgarastyrjöldinni.[1] Bandalagið mynda aðallega kúrdískar, arabískar og assýrískar skæruhreyfingar en auk þeirra telja Lýðræðissveitirnar til sín nokkrar fámennari sveitir armena, túrkmena og téténa.[2][3] Hernaðarleg forysta Lýðræðissveitanna er í höndum Varnarsveita Kúrda (YPG), hernaðarsveitar sýrlenskra kúrda.[4] Lýðræðissveitirnar voru stofnaðar í október árið 2015 og yfirlýst markmið þeirra er að berjast fyrir stofnun veraldlegs, lýðræðislegs og ómiðstýrðs stjórnarfyrirkomulags í Sýrlandi. Lýðræðislega fylkjasambandið í Norður-Sýrlandi hefur frá desember 2016 skilgreint Lýðræðissveitirnar formlega sem varnarher sinn í stjórnarskrá sinni.[5]
Helstu andstæðingar Lýðræðissveitanna í borgarastyrjöldinni hafa verið hópar íslamista og arabískra þjóðernissinna, sér í lagi Íslamska ríkið (ISIS), al-Kaída og stjórnarandstöðuhópar sem njóta stuðnings tyrknesku ríkisstjórnarinnar. Lýðræðissveitirnar hafa einbeitt sér að því að berjast við íslamska ríkið[6] og þeim hefur tekist að hrekja liðsmenn þess frá ýmsum mikilvægum hernámssvæðum í Sýrlandi. Í nóvember árið 2016 hófu Lýðræðissveitirnar árás á al-Raqqah, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi.[7] Orrustunni um al-Raqqah lauk með sigri Lýðræðissveitanna í október árið 2017 og liðsmenn þeirra frelsuðu borgina undan hernámi ISIS.[8][9][10][11][12][13][14] Í mars árið 2019 lýstu talsmenn Lýðræðissveitanna því yfir að íslamska ríkið í Sýrlandi hefði verið gersigrað eftir að hafa hernumið bækistöðvar þess í Baghuz.[15]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.