ljósmyndun landslags úr lofti From Wikipedia, the free encyclopedia
Loftmyndun er þegar teknar eru ljósmyndir úr lofti, það er að segja myndavélin sem tekur myndirnar er ekki staðsett á jörðu. Ljósmyndari getur tekið myndirnar eða þær eru teknar á sjálfvirkan hátt. Hægt er að halda á myndavélinni í hendi eða festa við eitthvert yfirborð. Loftmyndun gerist oft um borð í flugvélum, þyrlum, loftbelgjum, loftskipum, eldflaugum, flugdrekum eða fallhlífum. Loftmyndun er ekki það sama og gervihnattamyndun en báðar geta verið notaðar í sama tilgangi.
Fyrsta loftmyndin var tekin árið 1858 af Frakkanum Gaspard-Félix Tournachon úr loftbelg sem var að fljúga yfir París. Nú á dögum hefur almenningur aðgang að loftmyndum með hugbúnaði eins og Google Earth.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.