Litáíska (lietuvių kalba) er tungumál talað í Litáen af 4 milljónum manna. Hún er einna fornlegust allra indóevrópskra mála, en elstu varðveittu textar sem ritaðir voru á tungumálinu eru þó frá 1550.

Staðreyndir strax Litáíska lietuvių kalba, Opinber staða ...
Litáíska
lietuvių kalba
Málsvæði Litáen, Pólland, Hvíta-Rússland
Fjöldi málhafa 4 milljónir
Sæti ekki með efstu 100
Ætt Indóevrópsk tungumál

 Baltnesk tungumál

Opinber staða
Opinbert
tungumál
Litháen
Tungumálakóðar
ISO 639-1lt
ISO 639-2lit
SILlit
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Loka

Málfræði

Föll eru átta í litáísku. Þau eru ávarpsfall, staðarfall, tækisfall og íferðarfall (auk nefnifalls, þolfalls, þágufalls og eignarfalls). Enginn greinir er notaður með nafnorðum en kynin eru 2: karlkyn og kvenkyn. Nafnháttur sagna endar alltaf á -ti. Líkt og í íslensku tákna -i og -y sama hljóð en yfsilon er haft strax eftir -i í stafrófinu. Sérkennilegt er hvernig neitun er forskeytt við sagnir.

Ritmál

Litáíska notar latínuletur sem hefur verið aðlagað með smástrikum. Í litáíska stafrófinu eru 32 stafir.

AĄBCČDEĘ ĖFGHIĮYJ KLMNOPRS ŠTUŲŪVZŽ
aąbcčdeę ėfghiįyj klmnoprs štuųūvzž

Öfugt við íslensku er upphafleg stafsetning á erlendum mannanöfnum og borgarnöfnum ekki látin haldast heldur eru stafsett hljóðrétt, þannig t.d. verður Elton John Elton Džon og George Bush Džordž Buš.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.