Túrbanlilja (fræðiheiti: Lilium martagon) er Evrasísk liljutegund af Liljuætt. Áberandi blómliturinn og stærðin gera hana eina mest einkennandi evrópskra lilja.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Túrbanlilja
Thumb
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar(Monocot)
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Lilium
Tegund:
L. martagon

Tvínefni
Lilium martagon
L.
Samheiti
Synonymy
  • Lilium versicolor Salisb.
  • Lilium hirsutum Mill.>
  • Lilium milleri Schult.
  • Martagon montanum Fourr.</small
  • Lilium caucasicum (Miscz.) Grossh.
  • Lilium cattaniae (Vis.) Vis.
  • Lilium martagonum St.-Lag.
  • Lilium dalmaticum Vis.
  • Lilium catanii Baker
  • Lilium glabrum Spreng.
  • Martagon sylvaticum Opiz
  • Lilium villosum Cavara
  • Lilium alpinum Kit.
  • Lilium pilosiusculum (Freyn) Miscz. (syn of L.m. var. pilosiusculum)
Loka

Útbreiðsla

Túrbanlilja hefur Evrasíska útbreiðslu, frá Portúgal í vestri yfir í Síberísku taiga, suður yfir Balkanskaga til Kákasus, undanskilið er vestur Evrópa og norðurhluti Mið-Ítalíu og Suður Ítalía. Norðausturmörkin eru við Yenisei í Síberíu og þaðan suður í Mongólíu og Kína[1] austur til Japan[2]. Í Skandinavíu er hún ílend. [3][4][5][6][7][8][9]

Tegundin þrífst í frjósömum skógum, í kalkríkum jarðvegi á hálfskyggðum svölum stöðum. Aðeins á hálendi vex hún uppfyrir skógarmörk á engjum og ökrum, sérstaklega með öðrum hávöxnum gróðri. Hún vex upp að 2300m y. sjávarmáli.[10]

Lýsing

Túrbanlilja er fjölær, jurtkennd planta sem verður á milli 30 til 150 sm., sjaldan 200sm. Hnöttóttur laukurinn getur náð 8sm ummáli.[11] Hún er stöngulrætandi, verður á milli 1m og 2m há. Blómliturinn er vanalega bleik-fjólublár, með dökkum blettum, en er mjög breytilegur, frá nær hvítum til næstum svartur. Blómin eru ilmandi. Mörg blóm eru á hverri plöntu, og allt að 50 geta verið á kröftugum plöntum. Grænir stönglarnir geta verið með fjólubláir eða rauðmengaðir og laufin eru sporbaugótt til lensulaga, mest í hvirfingum, að 16sm löng og oft lítið eitt hærð að neðan.[12][13]

Thumb
Dæmigerðar blaðhvirfingar Túrbanlilju


Nafn

Nafnið Túrbanlilja (á ensku: Turk's cap lily), er einnig notað yfir nokkrar aðrar tegundir, kemur af hinu einkennandi aftursveigða lagi krónublaðanna. Tegundarheitið martagon er tyrkneskt orð sem þýðir einnig túrban eða húfa.[14]

Ræktun

Túrbanlilja er harðgerð[15] og góð garðplanta sem tekur þó 1 - 2 ár að koma sér fyrir.[16]

Þessi jurt[17] og hvíta afbrigðið 'Album'[18] hafa fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.

Lilium martagon var notuð í kynblöndun við L. hansonii í lok 19 aldar af Mrs RO Backhouse of Hereford, England.[19]

Afbrigði

Ýmsar undirtegundir og afbrigði hafa verið skráð, en aðeins tvær viðurkenndar af World Checklist.[20]

  • Lilium martagon var. martagon - frá Portúgal til Mongólíu
  • Lilium martagon var. pilosiusculum Freyn - Rússland, Kazakhstan, Xinjiang, Mongólía

Tilvísanir

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.