Kílógramm eða kíló er grunneining SI-kerfisins fyrir massa, táknuð með kg.

Tölvugerð mynd af frummyndinni fyrir kílógramm.

Nokkrar mælieiningar eru notaðar til að mæla massa sem eru nátengdar kílógramminu:

  • 1 tonn er 1000 kílógrömm. (Samkvæmt forskeytum í SI–kerfinu ætti þetta réttilega að heita megagramm en í daglegu tali er tonn algengara.)
  • 1 gramm er 1/1000 úr kílógrammi.
  • 1 milligramm er 1/1000000 (einn–milljónasti) úr kílógrammi eða 1/1000 (einn–þúsundasti) úr grammi.

Kílógrammið var upphaflega skilgreint sem massi 1 lítra af vatni við 4° Celsius og 1 atm (staðalaðstæður þrýstings). Þessi skilgreining olli nokkrum vandkvæðum þar sem þéttleiki vatns er háður þrýstingi og þrýstingur er háður massa (og þannig er skilgreiningin á mælieiningunni orðin háð sjálfri sér).

Kílógrammið var því endurskilgreint sem massi ákveðins sívalnings úr Platiníu og Iridíum, sem er geymdur í Bureau International des Poids et Mesures.

Algengur misskilningur er að kílógrammið sé mælieining á þyngdar, þegar þyngd er í eðlisfræðilegum skilningi kraftur og er þá mæld í SI-einingunni njúton.

Nánari upplýsingar Undirmargfeldi, Margfeldi ...
SI margfeldi: gramm (g)
Undirmargfeldi Margfeldi
Gildi Tákn Nafn Gildi Tákn Nafn
10–1 g dg desigramm 101 g dag dekagramm
10–2 g cg sentigramm 102 g hg hektógramm
10–3 g mg milligramm 103 g kg kílógramm
10–6 g μg míkrógramm 106 g Mg megagramm (tonn)
10–9 g ng nanógramm 109 g Gg gigagramm
10–12 g pg píkógramm 1012 g Tg teragramm
10–15 g fg femtógramm 1015 g Pg petagramm
10–18 g ag attógramm 1018 g Eg exagramm
10–21 g zg zeptógramm 1021 g Zg zettagramm
10–24 g yg yoktógramm 1024 g Yg yottagramm
Almenn greining eru feitletruð.
Loka
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.