From Wikipedia, the free encyclopedia
Króatíska karlandsliðið í knattspyrnu (Króatíska: Hrvatska nogometna reprezentacija) er fulltrúi Króatíu í alþjóðlegri knattspyrnu. Landsliðinu er stjórnað af króatíska knattspyrnusambandinu. Besti árangur króatíska landsliðsins á FIFA heimsmeistarakeppninni var á heimsmeistaramótinu HM 2018 þar sem þeir náðu 2.sæti.
Gælunafn | Vatreni (Þeir Jakkaklæddur) Kockasti (Ferniningarnir) | ||
---|---|---|---|
Álfusamband | UEFA | ||
Þjálfari | Zlatko Dalić | ||
Fyrirliði | Luka Modrić | ||
Leikvangur | Breytilegt | ||
FIFA sæti Hæst Lægst | 7 (6. apríl 2023) 3 ((janúar 1999)) 125 ((mars 1994)) | ||
| |||
Fyrsti landsleikur | |||
4-0 gegn Sviss, Zagreb, Júgóslavía 2. apríl 1940 | |||
Stærsti sigur | |||
10-0 gegn San Marínó , París Frakklandi 4. júní, 2016 | |||
Mesta tap | |||
0-6 gegn Spáni 11. september 2018 | |||
Heimsmeistaramót | |||
Keppnir | 6 (fyrst árið 1998) | ||
Besti árangur | 2. sæti (2018) | ||
Evrópukeppni | |||
Keppnir | 6 (fyrst árið 1996) | ||
Besti árangur | Undanúrslit(1996, 2008) |
Króatía lék sinn fyrsta alþjóðlega leik sem land 2. apríl 1940. Við stríðslok 1945 varð Króatía aftur hluti af Júgóslavíu. Næstu áratugi spiluðu króatískir leikmenn fyrir júgóslavneska karlandsliðið í knattspyrnu. Eftir að Króatía varð aftur sjálfstætt ríki hóf liðið að spila aftur í alþjóðafótbolta. Króatía lék sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í Zagreb 17. október 1990, þó að landið hafi enn tilheyrt Júgóslavíu á þeim tíma. Þann leik vann Króatía 2-1.
Árið 1996 tókst Króötum að tryggja sig á EM 1996 í Englandi, sem var fyrsta stórmót liðsins. Eftir sigra gegn ríkjandi Evrópumeisturum Dana 3-0 og 1-0 sigur gegn Tyrklandi í fjórðungsúrslitum tapaði liðið gegn Þýskalandi 1-2. Króatíski framherjinn Davor Šuker gerði eitt af fallegri mörkum mótsins í í leiknum gegn Danmörku. Árið 1998 tóku Króatar þá á sínu fyrsta heimsmeistarmóti HM 1998 þar gerðu þeir sér lítið fyrir og nældu sér í brons. í liðinu voru margir frægir leikmenn í alþjóðafótbolta eins og Davor Šuker og Zvonimir Boban. Davor Šuker var markahæsti leikmaður mótsins með sex mörk.
Króatía spilaði til úrslita á HM 2018 á móti Frakklandi og náðu 2. sæti. Á HM 2022 náði Króatía 3. sæti. Luka Modric var lykilmaður og hreppti hann í gullknöttinn 2018.
2023: Silfur
Þjálfari | Ár |
---|---|
Dražan Jerković | 1990–1991 |
Stanko Poklepović | 1992 |
Vlatko Marković | 1993 |
Miroslav Blažević | 1994–2000 |
Mirko Jozić | 2000–2002 |
Otto Barić | 2000–2002 |
Zlatko Kranjčar | 2004–2006 |
Slaven Bilić | 2006–2012 |
Igor Štimac | 2012–2013 |
Niko Kovač | 2013–2015 |
Ante Čačić | 2015–2017 |
Zlatko Dalić | 2017– |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.