From Wikipedia, the free encyclopedia
Keisaraviður (Cryptomeria japonica) er japanskt tré og hið eina af ættkvíslinni Cryptomeria ("faldir hlutar") sem er af einiætt (Cupressaceae). Keisaraviður var áður talinn til Taxodiaceae. Hann er einlendur í Japan og gengur þar undir nafninu sugi (japanska: 杉).[2][3][4]
Keisaraviður | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Plata úr "Flora Japonica" eftir Philipp Franz von Siebold og Joseph Gerhard Zuccarini | ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Cryptomeria japonica (L.f.) D.Don | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Listi
|
Keisaraviður er mjög stórt sígrænt tré, allt að 70 m hátt og 4 m í stofnþvermáli, með rauðbrúnan börk sem flagnar í láréttum flögum. Barrnálarnar liggja í spíral eftir greinunum, 0,5 - 1 sm langar og könglarnir eru hnattlaga, 1 - 2 sm í þvermál með 20–40 köngulskeljum.
Tegundin hefur verið ræktuð svo lengi í Kína að það er oft talið innfætt þar. Form sem hafa verið valin til skrauts eða til timburframleiðslu fyrir löngu í Kína hafa verið lýst sem sérstakt afbrigði Cryptomeria japonica var. sinensis (eða jafnvel sem sjálfstæð tegund, Cryptomeria fortunei), en þau eru vel innan þess breytileika sem finnst villt í Japan, og það eru engar sannanir fyrir að tegundin hafi fundist villt í Kína. Erfðagreining á frægasta stofni af Cryptomeria japonica var. sinensis á Tianmu-fjalli, sem er með tré sem eru talin tæplega 1000 ára gömul, styður þá kenningu að sá stofn sé innfluttur.[5]
Cryptomeria vex í skógum með djúpum jarðvegi með góðu frárennsli, og í hlýju og röku loftslagi, og vex það hratt við þau skilyrði. Það þolir illa lélegan jarðveg og kaldara og þurrara loftslag.[6]
Timbur Cryptomeria japonica er ilmríkt, veður, fúa og skordýraþolið, mjúkt og með lítinn þéttleika.[7][8]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.