Keflavík nyrðri er eyðibýli við litla, samnefnda vík, á Flateyjarskaga (skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa). Víkin liggur á milli fjallanna Gjögurs og Hnjáfjalls. Keflavík þótti löngum góð jörð til sauðfjárræktar. Upp úr 1860 rak Jón skipstjóri Loftsson frá Grenivík sjómannaskóla þar.

Keflavík

Thumb

Sagt er að Keflavík hafi verið næst-afskekktasti bær á Íslandi, á eftir Hvanndölum á Tröllaskaga. Einangraðist fólk þar oft á snjóþungum vetrum. Snemma á 18. öld gekk pest um Ísland, og veiktist fólk í Keflavík, sem víðar. Týndi heimilisfólk tölunni, uns feðgin voru ein eftir, bóndinn og dóttir hans er Margrét hét og var 11 ára. Þegar hann fann að dauðinn nálgaðist, leysti hann garðabönd í fjárhúsinu og minnti dóttur sína á að fara með bænirnar sínar ef hún yrði hrædd. Gekk hann að því búnu fram í bæjargöng, þar sem svalast var í bænum, og gaf upp öndina. Sex vikur liðu áður en Margrét fannst; höfðu menn frá Látrum róið til fiskjar og séð að ekki rauk úr strompi í Keflavík. Fóru þeir í land og fundu Margréti eina á lífi. Hún átti eftir að lifa fram í Móðuharðindi, en gekk ekki heil til skógar eftir þetta.

Keflavík fór í eyði árið 1906, og hafði þá ýmist verið í byggð eða í eyði frá landnámsöld. Síðasti ábúandi var Geirfinnur Magnússon, sem átti hina frægu meri Keflavíkur-Jörp.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.