John McCain

Bandarískur stjórnmálamaður (1936-2018) From Wikipedia, the free encyclopedia

John McCain

John Sidney McCain III (29. ágúst 193625. ágúst 2018) var forsetaframbjóðandi repúblikana í forsetakosningunum 2008 og öldungardeildarþingmaður fyrir Arizona fylki. Hann beið lægri hlut fyrir Barack Obama, frambjóðanda Demókrata.

Staðreyndir strax Öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona, Forveri ...
John McCain
Thumb
McCain árið 2009.
Öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona
Í embætti
3. janúar 1987  25. ágúst 2018
ForveriBarry Goldwater
EftirmaðurJon Kyl
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. ágúst 1936
Coco Solo, Panamaskurðsvæðinu, Bandaríkjunum (nú Panama)
Látinn25. ágúst 2018 (81 árs) Cornville, Arizona, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiCarol Shepp (g. 1965; d. 1980)
Cindy Hensley ​(g. 1980)
Börn7
HáskóliFlotaháskóli Bandaríkjanna
UndirskriftThumb
Loka

McCain var í bandaríska sjóhernum þegar Bandaríkjamenn tóku þátt í Víetnamstríðinu. Í stríðinu var hann tekinn sem stríðsfangi og þurfti að þola hryllilegar pyntingar. McCain var kjörinn þingmaður í öldungadeildinni árið 1986. Hann gaf kost á sér til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2000 en varð undir í forkosningaslag fyrir George W. Bush, sem var síðar kjörinn forseti.

John McCain hlaut útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins 4. mars 2008 - með sigri í Texas, Vermont, Rhode Island og Ohio náði hann lágmarkinu, 1.191 þingfulltrúa. Í lok ágúst 2008 tilnefndi hann Söruh Palin sem varaforsetaefni sitt.

Hefði McCain náð kjöri hefði hann á þeim tíma orðið elsti maður til að setjast í embætti forseta Bandaríkjanna, þá orðinn 72 ára gamall. Joe Biden, sem varð forseti árið 2021, hefur þó síðan þá tekið við embætti á hærri aldri.

  Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.