From Wikipedia, the free encyclopedia
Þorsteinn Erlingsson skáld var einn fyrsti yfirlýsti jafnaðarmaðurinn á Íslandi, og sýndi Jón Trausti litla spádómsgáfu, þegar hann kvað jafnaðarstefnuna hérlendis sennilega fara í gröfina með Þorsteini 1914. Ólafur Friðriksson hafði kynnst hugsjónum jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn og kynnti þær, eftir að hann sneri heim til Íslands. Hann var lengi ritstjóri Alþýðublaðsins og í forystu hinna róttækari manna Alþýðuflokksins. Hann skrifaði ritgerðina „Jafnaðarstefnuna“ í Eimreiðina 1926. Rithöfundarnir Þórbergur Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness sneru þó sennilega fleiri til jafnaðarstefnu en nokkrir blaða- eða stjórnmálamenn í tveimur vel skrifuðum bókum, Þórbergur í Bréfi til Láru (1924) og Laxness í Alþýðubókinni (1929), sem hann færði sérstaklega jafnaðarmönnum á Íslandi að gjöf. Eftir klofning Alþýðuflokksins 1930 létu kommúnistar meira að sér kveða í fræðilegri kynningu en lýðræðisjafnaðarmenn, en sú venja myndaðist smám saman að nota orðið „jafnaðarstefnu“ aðallega um lýðræðisjafnaðarstefnu, en „félagshyggju“ um sósíalisma í víðari skilningi. Var Gylfi Þ. Gíslason ötulastur við að setja sjónarmið jafnaðarmanna á blað, til dæmis í ritinu Jafnaðarstefnunni 1949 og í endurskoðaðri útgáfu þess 1977. Brynjólfur Bjarnason skrifaði hins vegar margt um sameignarstefnu í anda þeirra Marx og Leníns. Þegar talað er um jafnaðarstefnu á Íslandi í byrjun 21. aldar, er nær alltaf átt við frjálslynda lýðræðisjafnaðarstefnu, sem hefur fyrir löngu sagt skilið við kenningar Marx. Raunar horfa íslenskir jafnaðarmenn sérstaklega til bandaríska heimspekingsins Johns Rawls, sem getur alls ekki talist sósíalisti í hefðbundnum skilningi orðsins, en hann setti fram hugmyndir um réttláta skipan mála, þar sem reynt væri að búa svo í haginn fyrir lítilmagnann sem auðið væri án þess að skerða frelsi annarra, í A Theory of Justice (1971).
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.