Hyde Park er almenningsgarður í London, Bretlandi. Garðurinn var stofnaður árið 1637. Garðurinn státar af tveimur minnisvörðum, annar fyrir Díönu prinsessu af Wales[1] og hinn fyrir fórnarlömb sprengjuárásarinnar 7. júlí 2005 [2]. Hyde Park státar jafnframt af "Speakers' Corner", þar sem almenningur segir sína skoðun. Menn eins og Karl Marx, Lenin, George Orwell og Willam Morris hafa allir haldið ræður í því horni garðsins. [3]

Thumb
Loftmynd af Hyde Park

Saga

Upphaflega var svæðið þar sem Hyde Park stendur nú, í eigu munka og voru það í 500 ár, frá 1090 til 1536. Á árinu 1536 keypti konungurinn Henry áttundi svæðið og breytti í af girtan veiðigarð. Svæðið var aldrei opnað almenningi fyrr en einni öld síðar. Umfangsmiklar landsframkvæmdir áttu sér stað í Hyde Park fyrst árið 1642. Frá 1642-1649 stóð yfir borgarastyrjöld og varnargarðar voru myndaðir í austurátt garðsins. 40 árum síðar, 1989 var lagður einkavegur um landið, fyrir kónginn William sem keypti hús í eystri hluta garðsins. Sá vegur var sá fyrsti upplýsti vegur sinnar tegundar í Bretlandi. Það var þó ekki fyrr en á næstu öld, 1728 sem mestu breytingarnar urðu á garðinum. Þá var skorið 1,2 ferkílómetrum af Hyde park, til þess að mynda garðinn "Kensington Gardens". Garðarnir tveir eru aðgreindir með skurði á milli þeirra tveggja. Síðar var vegur lagður á milli þeirra, um árið 1820, sem heitir "Carriage Drive". [4]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.