From Wikipedia, the free encyclopedia
Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar ekki einungis fólgin í að vera sjúkdómalaus heldur í almennri velferð einstaklings, bæði líkamlegri, andlegri og félagslegri.[1] Í gegnum tíðina hefur heilsa verið skilgreind á ýmsa vegu í ýmsum tilgangi. Hægt er að efla heilsuna með því að leggja stund á heilsusamlegar athafnir, eins og að stunda reglulega líkamsrækt og fá nægan svefn.[2] Á sama hátt er hægt að forðast óhollar venjur eða aðstæður, eins og reykingar og streitu. Sumir þættir sem hafa áhrif á heilsuna stafa af vali einstaklinga, meðan aðrir þættir tengjast félagsgerð, eins og því hvort samfélög séu byggð upp þannig að fólk eigi auðvelt með að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Aðrir heilsutengdir þættir, eins og erfðaraskanir, standa utan við atbeina einstaklinga og samfélaga.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.