From Wikipedia, the free encyclopedia
Hámeri (fræðiheiti: Lamna nasus) hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanar veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á handfæri og í net. Hámeraveiðar hafa lítið verið stundaðar á Íslandsmiðum. Þó fóru þær fram frá Tálknafirði og Patreksfirði á árunum 1959-1962 á 2,5-4 tonna trillum. Veitt var á línu og var veiðisvæðið undan Látrabjargi, Blakk og Kóp á tímabilinu frá því í lok ágúst til loka október. Í Evrópu eru veidd að minnsta kosti 2 þúsund tonn af hámeri árlega. Það er talin vera ofveiði en hámeri mun vera ofveidd alls staðar þar sem veiðar eru stundaðar.
Hámeri | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Lamna nasus (Bonnaterre, 1788) | ||||||||||||||||||
Staðfest (dökkblá) og grunað (ljósblátt) útbreiðslusvæði hámerar | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Lamna philippii Perez Canto, 1886 |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.