From Wikipedia, the free encyclopedia
Guns N' Roses er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð í Los Angeles árið 1985. Hljómsveitin skaust up á stjörnuhimininn með plötunni Appetite for destruction en þar eru meðal þeirra þekktustu laga: Paradise city og Welcome to the jungle. Hljómsveitin var þekkt fyrir villt líferni og áttu meðlimirnir flestir í áfengis- og vímuefnavanda. Smám saman liðaðist sveitin í sundur og aðeins Axl Rose hélt merkinu á lofti frá um 1996-2016 með ýmsum nýjum meðlimum og gaf út eina plötu sem lengi var í bígerð; Chinese democracy. Slash, McKagan og Matt Sorum stofnuðu hljómsveitina Velvet Revolver (2002-2008) með söngvara Stone Temple Pilots í fararbroddi; Scott Weiland. Slash var einnig með ýmis sólóverkefni.
Árið 2016 ákváðu hins vegar upprunalegi gítarleikarinn Slash og bassaleikarinn Duff McKagan að snúa aftur í hljómsveitina og tónleikaferð um heiminn varð raunin. Nýtt efni með upprunalegum meðlimum er hugsanlegt.
Sumarið 2018 hélt hljómsveitin tónleika á Laugardalsvelli, eina þá stærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi, en þar var rými fyrir um 25.000 manns (seldist þó hvorki upp í stæði né stúku).
Sumarið 2021 gaf hljómsveitin út smáskífuna Absurd sem var fyrsta útgefna efnið síðan 2008 og það fyrsta með Slash í meira en 25 ár.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.