From Wikipedia, the free encyclopedia
Fræplöntur (eða fræjurtir; fræðiheiti Spermatophyta) eru stór flokkur háplantna sem innihalda blómplöntur og berfrævinga. Til fræplantna teljast fjölbreyttur plöntur sem eru með fræ — frjóvgað, ummyndað egg með þroskuðu kími, sá hluti plantna sem verður að nýrri plöntu.
Fræplöntur | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||
| ||||||
Skipingar | ||||||
| ||||||
Fræ berfrævinga hefur ekki utan um sig annan hjúp en frækápuna (fræskurnina) og sitja fræin ber á fræblöðum móðurplöntunnar. Fræ blómplantna eru hluti af aldini sem er ummyndað eggleg frævu sem geymir þroskuð fræ. Blómplantnafræ samanstendur af þremur hlutum: kími, fræhvítu og fræskurni.
Fræplöntum telur um 282.000 tegundir og má skipta í fimm nútímar skiptingar og eina útdauðra skipting sem eru í tvo flokka:
Skipting | Íslenskt heiti | Fjöldi tegunda | |
---|---|---|---|
Berfrævingar | †Pteridospermatophyta | Fræburknar | — [1] |
Cycadophyta | Köngulpálmatré | 160[2] | |
Ginkgophyta | Musteristré | 1[3] | |
Pinophyta | Barrtré | 630[4] | |
Gnetophyta | Gnetutré | 70[4] | |
Blómplöntur | Magnoliophyta | Dulfrævingar | 281 821[5] |
Á Íslandi eru nú skráðar um 500 tegundir villtra fræplantna. Þá eru byrkningar ekki meðtaldir (þeir eru ekki fræplöntur), og ekki ræktaðar plöntur. Slæðingar sem berast hingað öðru hverju en hafa ekki náð að nema land varanlega, eru heldur ekki taldir með.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.